Fara í efni

Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka

Málsnúmer 202302026

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023

Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa Norðurþings í stýrihóp Græns iðngarðs á Bakka.
Norðurþing, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun og Eimur munu skipa einn aðila hvert í stýrihóp um verkefnið. Hlutverk stýrihópsins er að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins og útfæra nánar uppbyggingu á Grænum iðngarði á Bakka.

Verkefnastjóri Græns iðngarðs mætir á fundinn og fer yfir endurskoðun á skilgreiningu iðngarðsins á Bakka.
Formaður leggur til að fulltrúi sveitarfélagsins í stýrihópnum verði Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri og er tillagan samþykkt samhljóða.

Byggðarráð þakkar Kareni Mist Kristjánsdóttur verkefnastjóra fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð Norðurþings - 424. fundur - 23.03.2023

Fyrir fundinum fundargerð stýrihóps um grænan iðngarð á Bakka frá fyrsta fundi hópsins sem haldinn var í fjarfundi þann 13. mars 2023.

Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 425. fundur - 30.03.2023

Á fund byggðarráðs mætti Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka og kynnti þær tillögur sem stýrihópurinn er að leggja til sem áhersluverkefni.
Byggðarráð þakkar Karen Mist fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á tillögum stýrihópsins.

Byggðarráð Norðurþings - 431. fundur - 01.06.2023

Á fund byggðarráðs mætir Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka og fer yfir verkefni undanfarinna vikna.
Byggðarráð þakkar Karen Mist fyrir komuna á fundinn og kynningu á þeim fjölmörgu verkefnum sem verið er að vinna í og tengjast Grænum iðngarði á Bakka.

Byggðarráð Norðurþings - 434. fundur - 29.06.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð stýrihóps Græns iðngarðs á Bakka sem haldinn var 22. júní 2023.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 440. fundur - 07.09.2023

Fyrir byggðarráði liggur kynning á vinnu stýrihópsins á síðustu vikum og upplýsingar frá 5. stöðufundi stýrihópsins sem var haldinn í fjarfundi 5. september sl.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu á vinnu stýrihópsins á síðustu vikum.

Byggðarráð Norðurþings - 448. fundur - 16.11.2023

Á fund byggðarráðs mætir Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.
Byggðarráð þakkar Karen Mist fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.