Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

448. fundur 16. nóvember 2023 kl. 08:30 - 10:37 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 4, sat fundinn Karen Mist Kristjándóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.

1.Framkvæmdaáætlun 2024

Málsnúmer 202310038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur framkvæmdaáætlun Norðurþings 2024- 2027.
Lagt fram til kynningar.

2.Álagning gjalda 2024

Málsnúmer 202310048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga um álagningu útsvars og gjalda vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

3.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fjárhagsáætlanir sviða og stofnana Norðurþings vegna ársins 2023.

Á 167. fundi fjölskylduráðs 7. nóvember 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur fræðslufulltrúa að uppfæra áætlanirnar m.v. umræður á fundinum og leggja fyrir ráðið að viku liðinni.
Fjölskylduráð óskar eftir við byggðarráð að fjármagn vegna málaflokks 04 fræðslumál verði aukið um 44.047.000 kr. miðað við útgefinn ramma byggðarráðs. Fjölskylduráð leggur að auki til að 9.126.000 kr. verði fluttar af málaflokki 06 íþrótta- og tómstundamál á málaflokk 04. Við þessar breytingar verði rammi málaflokks 04 hækkaður um samtals 53.173.000 kr.

Fjölskylduráð óskar einnig eftir að rammi málaflokks 05 menningarmál verði hækkaður um 1.640.000 kr.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma fræðslusviðs um 53.173.000 kr.
Byggðarráð samþykkir hækkun á fjárhagsramma menningarsviðs um 1.640.000 kr.

4.Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætir Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.
Byggðarráð þakkar Karen Mist fyrir komuna á fundinn og góðar umræður.

5.Gjaldskrá Hitaveitu Öxarfjarðar

Málsnúmer 202311031Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar gjaldskrá Hitaveita Öxarfjarðar vegna ársins 2024.
Gjaldskráin er lögð fram til kynningar og ráðið vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Starfshópur um starfsemi hverfisráða Norðurþings

Málsnúmer 202309135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að starfshóp um starfsemi hverfisráða Norðurþings.
Lagt er til að eftirfarandi aðilar sitji í starfshóp um hverfisráð:
Berglind Jóna Þorláksdóttir, f.h. stjórnsýslunnar
Hjálmar Bogi Hafliðason f.h. kjörinna fulltrúa
Jónas Þór Viðarsson, f.h. hverfisráðs Kelduhverfis
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, f.h. hverfisráðs Raufarhafnar
María Svanþrúður Jónsdóttir, f.h. hverfisráðs Reykjahverfis
Sigríður Þorvaldsdóttir f.h. hverfisráðs Öxarfjarðar

Einnig er lagt til að Nanna Steina Höskuldsdóttir og Charlotta Englund komi að vinnu hópsins.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu.

7.Beiðni um tilnefningu í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði

Málsnúmer 202311035Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og auðlindaráðuneytið óskar eftir að Norðurþing tilnefni einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði og að tilnefningar berist ráðuneytinu ekki síðar en 28. nóvember nk.

Skipan núverandi svæðisráðs rennur út 19. desember nk.
Byggðarráð tilnefnir Soffíu Gísladóttur sem aðalfulltrúa og Aldey Unnar Traustadóttir sem varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði.

8.Flugeldasýningar og brennur í Norðurþingi jól og áramót 2023-2024

Málsnúmer 202310015Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn byggðarráðs vegna fyrirhugaðra skoteldasýninga í Norðurþingi um áramót og þrettánda 2023/2024. Umsögn þarf að fylgja með leyfisumsóknum til lögreglu.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðra skoteldasýninga í Norðurþingi um áramót og þrettánda 2023/2024.

9.Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027

Málsnúmer 202311057Vakta málsnúmer

Frá félags- og vinnumarkaðsráðherra. Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024-2027 (landsáætlun um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks).
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 202211036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð Svæðisráðs norðursvæðis - 103. fundur svæðisráðs norðursvæðis haldinn í fjarfundi, mánudaginn 23. október 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:37.