Fara í efni

Álagning gjalda 2024

Málsnúmer 202310048

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 444. fundur - 12.10.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að tekjuáætlun Norðurþings vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar og verður unnið frekar samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 446. fundur - 02.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur til umræðu álagning gjalda ársins 2024.
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi forsendur sem snúa að tekjugrunni álagðra gjalda og mun vinna áfram í þeim forsendum á næstu fundum ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 448. fundur - 16.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur tillaga um álagningu útsvars og gjalda vegna ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 449. fundur - 23.11.2023

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027.
Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,74% vegna ársins 2024 og óbreytt álagning fasteignagjalda. Ráðið vísar álagningu gjalda til samþykktar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 449. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði áfram 14,74% vegna ársins 2024 og óbreytt álagning fasteignagjalda. Ráðið vísar álagningu gjalda til samþykktar í sveitarstjórn.

Eftirfarandi liggur fyrir í framlögðu yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027.

Útsvar 14,74%

Fasteignaskattur:
A flokkur 0,460%
B flokkur 1,32%
C flokkur 1,55%

Lóðaleiga 1 1,50%
Lóðaleiga 2 2,50%

Vatnsgjald:
A flokkur 0,050%
B flokkur 0,450%
C flokkur 0,450%

Fráveitugjald:
A flokkur 0,100%
B flokkur 0,275%
C flokkur 0,275%


Sorphirðugjald:
A flokkur - heimili 74.072 kr.
B flokkur - sumarhús 37.036 kr.Til máls tóku: Katrín og Hafrún.


Tillaga um útsvar er samþykkt samhljóða.

Tillaga um fasteignaskatt er samþykkt samhljóða.

Tillaga um lóðaleigu er samþykkt samhljóða.

Tillaga um vatnsgjald er samþykkt samhljóða.

Tillaga um fráveitugjald er samþykkt samhljóða.

Tillaga um sorphirðugjald er samþykkt samhljóða.