Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

484. fundur 09. janúar 2025 kl. 08:30 - 10:40 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir málum nr. 5 og 6 sat fundinn Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á skipulags- og framkvæmdasviði.

1.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2025

Málsnúmer 202501004Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að breytingum á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega og aðila sem misst hafa maka eða sambýling. Viðmiðunarfjárhæðir hækka um 6,1% á milli ára í samræmi við vísitölu.

Formaður byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á tekjumörkum í 5. gr. reglnanna:

Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 4.374.483. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 4.374.483.- til 5.223.319.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 5.223.319. til 6.794.410.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 6.794.410.- veita engan afslátt.

2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.323.307.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.323.307.- til 9.172.143.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.172.143.- til 10.190.994.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.190.994.- króna veita engan afslátt.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.

2.Ársreikningur Norðurþings 2024

Málsnúmer 202412070Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2024.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2024 og leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn.

Tillaga:
27. mars fyrri umræða hjá byggðarráði.
3. apríl fyrri umræða hjá sveitarstjórn.
30. apríl seinni umræða hjá byggðarráði.
8. maí seinni umræða hjá sveitarstjórn.

3.Rekstur Norðurþings 2025

Málsnúmer 202501002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur í desember 2024 ásamt fleiru er við kemur rekstri ársins 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur kynning á helstu verkefnum Græns iðngarðs á Bakka.
Lagt fram til kynningar.

5.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2025

Málsnúmer 202412032Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að vísa húsnæðisáætlun Norðurþings vegna ársins 2025 til afgreiðslu í sveitarstjórn. Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði kynnir áætlunina.
Byggðarráð samþykkir húsnæðisáætlun Norðurþings fyrir árið 2025 og vísar áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að umsókn um styrk á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar í flokk C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða. Um er að ræða verkefnið atvinnu- og samfélagssetur í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.
Byggðarráð samþykkir að sótt verði um styrk í flokk C.1, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða, vegna verkefnisins atvinnu- og samfélagssetur í Ráðhúsinu á Raufarhöfn.

7.Brothættar byggðir II - tímabundið tilraunaverkefni

Málsnúmer 202501019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að samstarfssamningi á milli Byggðastofnunar, Norðurþings og SSNE um tilraunaverkefni 2025-2027 til að fylgja eftir árangri í Brothættum byggðum á Raufarhöfn og í Öxarfjarðarhéraði. Einnig fylgir með fundarboði drög að verkefnalýsingu fyrir tilraunaverkefnið.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög að samstarfssamningi og felur sveitarstjóra að undirrita samninginn. Byggðarráð vísar skipan í verkefnastjórn til sveitarstjórnar.

8.Bréf frá Óbyggðanefnd varðandi þjóðlendumál-eyjar og sker- tilkynning frá óbyggðanefnd

Málsnúmer 202402043Vakta málsnúmer

Frestur til að skila inn athugasemdum í málinu er til 13. janúar nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gæta hagsmuna Norðurþings í málinu í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins.

9.Beiðni um tilnefningar í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði 2025-2029

Málsnúmer 202412063Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að tilnefna fulltrúa í stjórn svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögura ára.
Byggðarráð tilnefnir Soffíu Gísladóttur sem aðalmann svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára og til vara Aldey Unnar Traustadóttur.

10.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Hnitbjörgum á Raufarhöfn

Málsnúmer 202412072Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna þorrablóts í félagsheimilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn þann 8. febrúar nk. Áætlaður fjöldi gesta 250 frá 18 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

11.Ósk um umsögn um tækifærisleyfi vegna þorrablóts í Pakkhúsinu á Kópaskeri

Málsnúmer 202412050Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni vegna þorrablóts í Pakkhúsinu á Kópaskeri sem haldið verður 25. janúar nk. Áætlaður fjöldi gesta 200 frá 18 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

12.Umsagnarbeiðni um tímabundið áfengisleyfi frá Norðanmat ehf. vegna þorrablóts á Húsavík

Málsnúmer 202501016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ósk um umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Norðanmat ehf. vegna þorrablóts í íþróttahöllinni á Húsavík þann 18. janúar nk. Áætlaður fjöldi gesta 500 frá 20 ára aldri.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn.

13.Fundargerðir SSNE 2024

Málsnúmer 202401065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 69. fundar stjórnar SSNE sem haldinn var þann 13. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir stjórnar MMÞ

Málsnúmer 202211106Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerð stjórnar Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá fundi 9. desember sl. og fjárhagsáætlun Menningarmiðstöðvarinnar fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Fjárfestingarfélags Þingeyinga 2025

Málsnúmer 202501001Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hluthafafundar Fjárfestingarfélags Þingeyinga ehf. haldinn þann 30. desember 2024.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2025

Málsnúmer 202412057Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 6. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.