Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

421. fundur 23. febrúar 2023 kl. 08:30 - 11:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir aðalmaður
  • Áki Hauksson áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Hafrún Olgeirsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

Undir lið nr. 1 sat fundinn Hilmar Gunnlaugsson lögfræðingur.

Undir lið nr. 2 sat fundinn Benedikt Þór Jakobsson rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur.

Undir lið nr. 6 sat fundinn Karen Mist Kristjánsdóttir verkefnastjóri Græns iðngarðs á Bakka.

1.Landsréttur dómur í máli nr.746;2021

Málsnúmer 202302041Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur niðurstaða Landsréttar í máli nr. 746/2021 Gentle Giants-Hvalaferðir ehf. gegn Norðurþingi.
Lögfræðingur sveitarfélagsins í málinu Hilmar Gunnlaugsson hrl. kynnti dóminn sem féll þann 17. febrúar sl. Hafnarsjóður hafði unnið málið í héraði, en Landsréttur sneri niðurstöðunni við, sýknaði félagið og gerði sveitarfélaginu að greiða því málskostnað að upphæð 3,5 m.kr.

Byggðarráð unir niðurstöðu Landsréttar þar sem byggt er á því að krafan er fyrnd og hyggst ekki láta reyna á áfrýjun til Hæstaréttar. Málið hefur tekið mikinn tíma og kostað báða aðila málsins umtalsverðar fjárhæðir.

Niðurstaðan hefur ekki áhrif á aðrar kröfur Hafnasjóðs Norðurþings.

2.Farvegur Jökulsár, sig norðan við mitt Kelduhverfið og Sandinn, krapastífla, flóð og mögulegar varnir.

Málsnúmer 202301025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá fundi Orkuveitu Húsavíkur frá 9. febrúar sl. Á fund byggðarráðs mætti rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur og fer yfir málið.
Byggðarráð þakkar rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur fyrir komuna á fundinn og felur sveitarstjóra að kanna mögulegar varnir í samráði við aðra hagsmunaaðila.

Byggðarráð vísar málinu til umræðu í Hverfisráði Kelduhverfis og Öxafjarðar.

3.Umbætur á umhverfi í Reykjahverfi - Tekjur af sölu Heiðarbæjar

Málsnúmer 202204082Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað sveitarstjóra dagsett 19. febrúar 2022, vegna samráðs við íbúa Reykjahverfis um ráðstöfun fjármuna sem komu til vegna sölu á Heiðarbæ.

Gerð var óformleg könnun meðal íbúa Reykjahverfis þar sem kallað var eftir tillögum að verkefnum. Bestar undirtektir fékk tillaga um gerð göngu- og hjólastíga í þágu lýðheilsu.
Byggðarráð þakkar fyrir ágætar undirtektir og vísar tillögu um stígagerð í þágu lýðheilsu til útfærslu í skipulags- og framkvæmdaráði í samráði við íbúa í Reykjahverfi.

4.Ósk um styrk til framkvæmda við Húsavíkurkirkju- og safnaðarheimilis

Málsnúmer 202301068Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að styrktarsamningi á milli Norðurþings og sóknarnefndar Húsavíkurkirkju upp á allt að 5 milljónir króna vegna framkvæmda á lóð við kirkjuna sem fyrirhugað er að hefjist nú í vor.
Byggðarráð samþykkir styrktarsamning að upphæð 5 m.kr til framkvæmda við lóð Húsavíkurkirkju vegna ársins 2023. Norðurþing mun gæta sanngirni í afhendingu á fyllingarefni í lóðarframkvæmdina.

5.Árleg endurskoðun jafnréttisáætlunar Norðurþings

Málsnúmer 202101145Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bókun frá 141. fundi fjölskylduráðs frá 07.02.2023.
Tillaga frá minnihluta: Ingibjörg fyrir hönd V lista, Ingibjörg Hanna fyrir hönd M lista og Rebekka fyrir hönd S lista leggja til þá tillögu að leitað verði til Hinseginfélags Þingeyinga varðandi endurskoðun á jafnréttisáætlun Norðurþings. Jafnframt að fjölskylduráð fái félagið til að kynna starfsemi sína á fundi fjölskylduráðs.

Tillagan er samþykkt.

Fjölskylduráð vísar jafnréttisáætlun til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði og í byggðarráði og óskar eftir ábendingum frá ráðunum um úrbætur.
Lagt fram til kynningar.

6.Stýrihópur Grænn iðngarður á Bakka

Málsnúmer 202302026Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur að skipa fulltrúa Norðurþings í stýrihóp Græns iðngarðs á Bakka.
Norðurþing, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið, Landsvirkjun og Eimur munu skipa einn aðila hvert í stýrihóp um verkefnið. Hlutverk stýrihópsins er að hafa eftirlit með framkvæmd samningsins og útfæra nánar uppbyggingu á Grænum iðngarði á Bakka.

Verkefnastjóri Græns iðngarðs mætir á fundinn og fer yfir endurskoðun á skilgreiningu iðngarðsins á Bakka.
Formaður leggur til að fulltrúi sveitarfélagsins í stýrihópnum verði Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri og er tillagan samþykkt samhljóða.

Byggðarráð þakkar Kareni Mist Kristjánsdóttur verkefnastjóra fyrir komuna á fundinn.

7.Ráðning sviðsstjóra á skipulags- og umhverfissviði

Málsnúmer 202302048Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja verðtilboð frá tveimur ráðningarstofum, Mögnum og Hagvangi sem og drög að auglýsingu vegna ráðningar sviðsstjóra á skipulags- og umhverfissviði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra auglýsingu í takt við umræður á fundinum og ganga til samninga við Mögnum ráðningar.

8.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bókun frá 147. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs frá 14.2.2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærslu á samningi. Ráðið vísar uppfærslu samnings til samþykktar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

9.Frumhagkvæmnimat líforkuvers í Eyjafirði

Málsnúmer 202212082Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra vegna næstu skrefa undirbúnings við líforkuver í Eyjafirði sem óskað er eftir að sveitarfélögin taki afstöðu til hvort þau séu tilbúin til að standa að.

Varðandi kostnað þann sem yrði á hendi sveitarfélaganna í þessu skrefi, þá hefur stjórn SSNE ákveðið að leggja til að þetta verði hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar og verður því vonandi fjármagnað í gegnum þann farveg.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viljayfirlýsingu og felur sveitarstjóra að undirrita hana.

10.Hverfisráð Kelduhverfis 2021 - 2023

Málsnúmer 202111165Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Kelduhverfis frá 26. janúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Umsókn í C.1 sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða

Málsnúmer 202212025Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar vegna úthlutunar úr C.1 en innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum til 12 verkefna á landsbyggðinni úr verkefnapotti byggðaáætlunar sem gengur undir heitinu Sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða.

Sótt var um þrjú verkefni frá Norðurþingi:
Samfélags- og menningarhús á Kópaskeri.
Grípum tækifærið á Raufarhöfn.
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn.

Ekkert verkefnanna hlaut úthlutun úr sjóðnum að þessu sinni.
Byggðarráð harmar niðurstöðu við úthlutun úr C.1. Markmið stjórnvalda samkvæmt stefnumótandi byggðaáætlun eru að jafna aðgengi að þjónustu, jafna tækifæri til atvinnu og stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlanasvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.

Byggðarráð telur það ganga gegn stefnu ríkissvaldins að styrkja ekki svæði sem eru brothætt byggð og skorar á ríkisvaldið að aðstoða sveitarfélög á slíkum svæðum við að snúa vörn í sókn enda eru tækifærin til að nýta þau.

12.Ársreikningur og ársskýrsla 2022

Málsnúmer 202302042Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ársskýrsla og ársreikningur Norðurhjara ferðaþjónustusamtaka fyrir árið 2022 en aðalfundur samtakanna var haldinn þann 16. febrúar sl. á Vegg í Kelduhverfi.
Lagt fram til kynningar.

13.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 202302043Vakta málsnúmer

Til kynningar í byggðarráði er auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Frestur til að skila framboðum eða tilnefningum til kjörnefndar rennur út kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 8. mars 2023.
Lagt fram til kynningar.

14.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202302028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga frá fundum nr. 55 og 56 frá því í janúar og febrúar 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.