Fara í efni

Farvegur Jökulsár, sig norðan við mitt Kelduhverfið og Sandinn, krapastífla, flóð og mögulegar varnir.

Málsnúmer 202301025

Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur ohf - 240. fundur - 09.02.2023

Fulltrúar Hitaveitu Öxafjarðarhéraðs komu á fundinn til að upplýsa stjórn OH um áhyggjur af krapastíflum í Jökulsá á Fjöllum sem gæti meðal annars valdið tjóni á landi, borholum, lögnum og öðrum búnaði.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur þakkar Kristjáni Halldórssyni og Gunnþóru Jónsdóttur frá Hitaveitu Öxafjarðarhéraðs fyrir góða kynningu. Stjórn Orkuveitu Húsavíkur tekur undir áhyggjur af því tjóni sem getur hlotist af flóðum í Jökulsá á Fjöllum.

Stjórn OH telur mikilvægt að frekari umræður þurfi að eiga sér stað hjá landeigendum og öðrum hagsmunaraðilum.

Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá fundi Orkuveitu Húsavíkur frá 9. febrúar sl. Á fund byggðarráðs mætti rekstrarstjóri Orkuveitu Húsavíkur og fer yfir málið.
Byggðarráð þakkar rekstrarstjóra Orkuveitu Húsavíkur fyrir komuna á fundinn og felur sveitarstjóra að kanna mögulegar varnir í samráði við aðra hagsmunaaðila.

Byggðarráð vísar málinu til umræðu í Hverfisráði Kelduhverfis og Öxafjarðar.