Fara í efni

Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 202111014

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarstjórnir um allt land eru hvattar til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfið sem taka gildi 1. janúar 2023.
Byggðarráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 113. fundur - 23.11.2021

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarstjórnir um allt land eru hvattar til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfið sem taka gildi 1. janúar 2023.
Á 377. fundi byggðarráðs 4. nóvember sl. var erindinu vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Hjálmar Bogi bókar eftirfarandi:
Nú er lag að ríkisvaldið sýni ábyrgð og taki yfir málaflokkinn; úrgangsmál og sorphirða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 123. fundur - 05.04.2022

Fyrir fundinum er kynning á verkefninu innleiðingar hringrásarkerfis. Smári Jónas verkefnastjóri hjá SSNE kom á fundinn til að kynna stöðu verkefnisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Smára fyrir kynninguna og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna áfram að verkefninu og skila minnisblaði á fyrsta fundi ráðsins eftir páska.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 130. fundur - 09.08.2022

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði er innleiðing hringrásarhagkerfis.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Á fundinn koma Smári Lúðvíksson verkefnastjóri umhverfismála hjá SSNE og Stefán Gíslason sérfræðingur í Umhverfismálum inná fundinn til að kynna Svæðisáætlun fyrir meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þeim Smára Lúðvikssyni og Stefáni Gíslasyni fyrir kynninguna á Svæðisáætlun á meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 138. fundur - 08.11.2022

Á fundinn komu forsvarsmenn Íslenska Gámafélagsins til að ræða framtíðarsýn sorpmála í Norðurþingi.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar forsvarsmönnum Íslenska Gámafélagsins fyrir kynninguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 139. fundur - 15.11.2022

Á fundinn kom Stefán Grímsson til að ræða framtíðarsýn sorpmála á austursvæði Norðurþings.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Stefáni fyrir kynninguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 144. fundur - 24.01.2023

Fyrir skipulags- framkvæmdaráði liggur kynning frá Íslenska Gámafélaginu á innleiðingu hringrásarhagkerfis.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 145. fundur - 31.01.2023

Á fundinn komu forsvarsmenn Íslenska Gámafélagsins til að ræða framtíðarsýn sorpmála í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Jóni Frantzsyni fyrir komuna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 147. fundur - 14.02.2023

Um áramót tóku gildi ný lög um sorphirðu á Íslandi. Þar er sveitarfélögum gert skylt að flokka með sérsöfnun við íbúðarhús í fjóra flokka. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur tillaga að uppfærðum samningi við Íslenska gámafélagið um sorphirðu í Norðurþingi til samræmis við lagabreytingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærslu á samningi. Ráðið vísar uppfærslu samnings til samþykktar í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 421. fundur - 23.02.2023

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar bókun frá 147. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs frá 14.2.2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærslu á samningi. Ráðið vísar uppfærslu samnings til samþykktar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði er staða innleiðingar hringrásarhagkerfis á austur svæði Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 132. fundur - 16.03.2023

Á 147. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi uppfærslu á samningi. Ráðið vísar uppfærslu samnings til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Eysteinn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða uppfærðan samning.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 154. fundur - 25.04.2023

Skipulags- og framkvæmdaráð fer yfir stöðu sorpmála á austursvæði.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 159. fundur - 06.06.2023

Farið yfir stöðu á innleiðingu hringrásarhagkerfisins á austursvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að hefja undirbúning að aðgangsstýringu gámaplana við Þverá og Kópasker. Einnig að sækja um þær undanþágur sem til þarf vegna innleiðingar hringrásarhagkerfisins og að undirbúa íbúafund á Kópaskeri og Raufarhöfn í lok júní.