Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

145. fundur 31. janúar 2023 kl. 13:00 - 16:10 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Soffía Gísladóttir formaður
 • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
 • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
 • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
  Aðalmaður: Áki Hauksson
 • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
 • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
  Aðalmaður: Ísak Már Aðalsteinsson
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
 • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Kolbrún Heiða Valbergsdóttir sat fundinn í fjarfundi

Jónas Hreiðar Einarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4

Bergþór Bjarnason fjármálastjóri sat fundinn undir lið 1.

1.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer

Á fundinn komu forsvarsmenn Íslenska Gámafélagsins til að ræða framtíðarsýn sorpmála í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Jóni Frantzsyni fyrir komuna.

2.Upplýst göngu- og hjólaleið milli Húsavíkur og Bakka

Málsnúmer 202301046Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun fyrir göngu- og hjólastíg milli Húsavíkur og Bakka.
Framkvæmdin rúmast ekki innan fjárheimilda ársins 2023 og er tillögunni því vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.

3.Upplýst Jónasartún

Málsnúmer 202301047Vakta málsnúmer

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun fyrir uppsetningu á ljósum á Jónasartúni.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Sundlaugin í Lundi - Kostnaðarmat

Málsnúmer 202210043Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmaráð bókaði eftirfarandi á 143 fundi sínum: Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að afla frekari gagna og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fyrir ráðinu liggur fyrir kostnaðarmat á viðhaldi og framkvæmdum á sundlauginni í Lundi til frekari kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar.

5.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs

Málsnúmer 202208126Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna jarðstrengs. Umsagnir bárust frá 1. Náttúrufræðistofnun, 2. Umhverfisstofnun, 3. Minjastofnun, 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), 5. Skipulagsstofnun og 6. Þingeyjarsveit.
1.1. Náttúrufræðistofnun ítrekar fyrri ábendingu um að við framkvæmdir verði að gæta þess að ekki berist framandi plöntutegundir með aðfluttu efni.
1.2. Náttúrufræðistofnun ítrekar einnig mikilvægi þess að forðast allt óþarfa rask á hrauninu og gróðri svæðisins við framkvæmdir.
2.1. Umhverfisstofnun telur að almennt eigi að skoða vandlega hvort heppilegt sé að láta eldri línur og slóðir ráða legu nýrra jarðstrengja en gerir þó ekki athugasemd við þessa tilteknu framkvæmd.
3.1. Minjastofnun telur ekki þörf á endurskoðun fornleifaskráningar vegna þessarar framkvæmdar. Afstaða minja og línulagna verður skoðuð betur þegar Minjastofnun fær verkefnið inn til umsagnar á síðari stigum skipulagsferlis eða þegar framkvæmdarleyfi kemur til umsagnar.
4.1. HNE gerir kröfur til að vélknúin tæki eins og beltagröfur og dráttarvélar sem notaðar verði við framkvæmdir verði í fullkomnu lagi og yfirfarin af Vinnueftirliti áður en viðkomandi tæki verði notuð til framkvæmdanna.

Skipulagsstofnun og Þingeyjarsveit gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ábendingar sem bárust lúta að afgreiðslu framkvæmdaleyfis fremur en skipulagsbreytingunni sem slíkri. Ráðið telur að athugasemdirnar gefi ekki tilefni til að breyta skipulagstillögunni og leggur því til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsbreytingarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:10.