Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

149. fundur 07. mars 2023 kl. 13:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Ísak Aðalsteinsson boðaði forföll og í hans stað sat Reynir Ingi Reinhardsson fundinn.

Áki Hauksson boðaði forföll og í hans stað sat Birkir Freyr Stefánsson fundinn.

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-9

1.EMAR byggingavörur ehf.óska eftir lóð að Drafnargötu 1, Kópaskeri

Málsnúmer 202303026Vakta málsnúmer

EMAR byggingavörur ehf.óska eftir úthlutun lóðar að Drafnargötu 1 á Kópaskeri til uppbyggingar parhúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni að Drafnargötu 1 verði úthlutað til fyrirtækisins EMAR byggingavörur ehf.

2.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka afstöðu til þeirra umsagna sem bárust við kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnirnar voru áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 24. janúar s.l. Stjórn Hafnarsjóðs hefur óskað þess að skipulags- og framkvæmdaráð geri tillögu að afgreiðslu umsagnanna.
Vegna framþróunar verkefna á vegum Íslandsþara hefur félagið góðfúslega óskað eftir því að ákvörðun á vegum sveitarfélagsins um sameiningu lóða H2 á Norðurhafnarsvæði Húsavíkur verði frestað á meðan næstu skref verða ákveðin, enda er mikilvægt að öll ákvarðanataka og opinber ferli séu vel ígrunduð.

Það er sameiginlegt mat sveitarfélagsins og Íslandsþara að vert sé að fresta ákvörðunartöku um ótilgreindan tíma en báðir aðilar eru meðvitaðir um að áfram sé vilji til samvinnu. Rannsóknir og frekari hönnunarvinna á vegum Íslandsþara halda áfram þar sem horft er til langrar framtíðar.

Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.7.1. skal senda Skipulagsstofnun deiliskipulag sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn og samantekt um málsmeðferð ásamt athugasemdum og umsögnum um þær innan átta vikna frá því að frestur til athugasemda rann út. Frestur til að skila inn athugasemd var til 19. janúar sl.

Í ljósi ofangreinds samþykkir meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs að leggja til við stjórn Hafnasjóðs að falla frá fyrirliggjandi tillögu að breytingum á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis.

Birkir Freyr Stefánsson situr hjá.

3.Deiliskipulag Fiskeldið Haukamýri

Málsnúmer 202202058Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 24. febrúar óskar Skipulagsstofnun eftir lagfæringum á deiliskipulagsuppdrætti fyrir fiskeldi í Haukamýri. Skipulagsfulltrúi kynnti tillögu að leiðréttingunum þar sem komið er til móts við sjónarmið stofnunarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkt með þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið.

4.Deiliskipulag Akursels

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi hefur lagt fram frumhugmynd að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Akursel í Öxarfirði og jafnframt lagt fram hugmynd að breytingu aðalskipulags í tengslum við deiliskipulagstillöguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á það upplegg sem liggur fyrir, þ.e. að unnið verði að breytingu aðalskipulags vegna fiskeldismannvirkja í landi Akursels og deiliskipulags sama svæðis. Í kynntri skipulagslýsingu var horft til þess að stærri hluti jarðarinnar yrði deiliskipulagður. Ráðið minnir á umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 10. nóvember s.l. vegna kynntrar lýsingar þar sem ábending kemur fram um að vinna skipulagsgögn og umhverfismat vegna sjótöku samhliða.

5.Breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun kynnti með bréfi dags. 2. mars s.l. að stofnunin telji að breyta þurfi aðalskipulagi áður en gildistaka deiliskipulags vegna fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er auglýst.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags til að koma til móts við sjónarmið Skipulagsstofnunar.

6.Ósk um breytingu á aðalskipulagi Norðurþings vegna jarðstrengs í landi Brekku

Málsnúmer 202303020Vakta málsnúmer

Anna Bragadóttir skipulagsráðgjafi, f.h. Landsnets, óskar eftir samþykki fyrir tillögu að breytingu aðalskipulags jarðstrengslagnar við Kópasker. Þess er óskað að sveitarstjórn samþykki breytinguna sem óverulega. Meðfylgjandi erindi er skipulagsuppdráttur með greinargerð auk útfyllts gátlista sem rökstuðning fyrir því að breytingin geti talist óveruleg með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga. Landsnet telur að landeigendur séu sáttir við fyrirhugaða legu jarðstrengs.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að breytingin sé í eðli sínu óveruleg þó um sé að ræða 66 kV rafstreng. Nýr jarðstrengur kæmi til með að vera stuttur og liggja um land þar sem landspjöll yrðu lítil sem engin til lengri tíma. Í hans stað yrði lögð niður loftlína sem hefur allnokkur sjónræn áhrif. Skipulags- og framkvæmdaráð leggur því til við sveitarstjórn að tillaga að breytingu aðalskipulags verði samþykkt sem óveruleg svo fremi að skilað verði inn til sveitarfélagsins skriflegu samþykki landeigenda.

7.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar vegna Guesthouse Maddy

Málsnúmer 202302063Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II í íbúð 010202 að Garðarsbraut 62.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að leita þurfi samþykkis meðeigenda í fjöleignahúsinu áður en samþykki fyrir rekstarleyfi er veitt. Að fengnu samþykki meðeigenda gerir ráðið, f.h. Norðurþings, ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði veitt.

8.Ósk um gerð lóðarleigusamnings fyrir Háholt Raufarhöfn

Málsnúmer 202302066Vakta málsnúmer

Ólafur Árni Hafþórsson óskar afstöðu sveitarfélagsins til þess hvort það sé reiðubúið að gefa út nýjan lóðarleigusamning fyrir Háholt á Raufarhöfn. Fyrri lóðarleigusamningur rann út 2015.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar afgreiðslu erindisins.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði að Fiskifjöru 4

Málsnúmer 202303018Vakta málsnúmer

Flóki ehf óskar byggingarleyfis fyrir geymsluhúsnæði að Fiskifjöru 4. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Birki Kúld byggingarfræðingi. Fyrirhuguð bygging er stálgrindarskemma á einni hæð, 900 m² að grunnfleti. Gert er ráð 14 geymslurýmum í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða uppbyggingu ekki í samræmi við þá uppbyggingu sem lá til grundvallar lóðarúthlutunar. Um er að ræða mikilvæga lóð þar sem gera verður kröfur um atvinnuskapandi uppbyggingu og vandaða útlitshönnun. Ráðið fellst ekki á að nýta þessa lóð undir geymsluhúsnæði og samþykkir því ekki framlagðar teikningar.

Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við Flóka ehf. um aðra lóðarkosti fyrir uppbyggingu geymsluhúsnæðis.

10.Umsókn um leyfi fyrir endurbótum á aðveitustöð Rariks við Reykjaheiðarveg

Málsnúmer 202303019Vakta málsnúmer

Rarik óskar eftir leyfi til að byggja þak ofan á aðveitustöð við Reykjaheiðarveg. Jafnframt er ætlunin að klæða húsið að utan.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á þær breytingar hússins sem sýndar eru á teikningum og heimilar byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi til framkvæmdanna.

11.Tjaldsvæði Norðurþings stöðumat

Málsnúmer 202301017Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði er staða tjaldsvæða í Norðurþingi
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að standsetja tjaldsvæði Norðurþings fyrir sumarið.

12.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Málsnúmer 202111014Vakta málsnúmer

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði er staða innleiðingar hringrásarhagkerfis á austur svæði Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:15.