Fara í efni

Ósk um heimild til að breyta deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202208025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 131. fundur - 23.08.2022

Landslag ehf, f.h. Rifóss hf, óskar heimildar til að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir fiskeldistöð fyrirtækisins á Röndinni á Kópaskeri. Skipulagsbreyting snýr f.o.f. að stækkuðu svæði til vatnstöku og breyttum heimildum til magns vatnstökunnar. Fyrir liggur álit Skipulagsstofnunar, dags. 11. júlí 2022, vegna umhverfismatsskýrslu framkvæmdaaðila. Í áliti sínu bendir Skipulagsstofnun sérstaklega á óvissu varðandi áhrif dælingar/vatnstöku á grunnvatnsstöðu á svæðinu. Stofnunin leggur því áherslu á mikilvægi vöktunar á grunnvatnshæð og að skýrar áætlanir verði um viðbrögð framkvæmdaaðila sýni vöktun fram á að vatnstaka fyrir starfsemina hafi neikvæð áhrif á grunnvatn og stöðu yfirborðsvatns á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar framkvæmdaaðila að gera tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldis á Röndinni. Ný skipulagstillaga taki tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í áliti Skipulagsstofnunar frá 11. júlí 2022.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 134. fundur - 27.09.2022

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Eftir breytinguna er horft til þess að hámarkslífmassi fiskeldisstöðvarinnar aukist úr 400 tonnum í 2.700 tonn af laxi. Breyting felst í að nýtingarland vegna vatnstöku til fiskeldisins er skilgreint á uppdrætti. Við það stækkar skipulagssvæði um 1,2 ha. Gert er ráð fyrir 24 borholum til vatnstöku sem ýmist verða innan núverandi byggingarlóðar eða á nýtingarsvæðinu. Ekki er gert ráð fyrir öðrum mannvirkjum á nýtingarsvæðinu en borholunum og niðurgrafinni lögn frá þeim að fiskeldismannvirkjunum. Með stækkun eldisins vex jafnaðarvatnsþörf úr 150 l/sek í 980 l/sek á ársgrunni en vatnstaka yrði mest 2.160 l/sek í takmarkaðan tíma. Samhliða aukinni vatnstöku er gert ráð fyrir vöktun á grunnvatnsstöðu og vatnsstöðu yfirborðsvatns. Viðbragðsáætlun verður virkjuð sannist að vatnstaka hafi neikvæð áhrif á stöðu yfirborðsvatns á svæðinu. Breyttir byggingarskilmálar fela í sér að heimilt yrði að byggja yfir ker í fleiri húsum á óbyggðum byggingarreitum en gildandi skipulag gerir ráð fyrir, þ.e. allt að fjórum húsum á hvorum byggingarreit.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Á 134. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tóku: Soffía og Jónas.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 142. fundur - 20.12.2022

Nú er lokið kynningu tillögu að breytingu deiliskipulags vegna fiskeldis á Röndinni við Kópasker. Umsagnir bárust frá 1. Náttúrufræðistofnun, 2. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, 3. Samgöngustofu, 4. Vegagerðinni, 5. Minjastofnun og 6. Hverfisráði Öxarfjarðar. Enginn þessara aðila gerir athugasemdir við skipulagstillöguna sem slíka en ráðið telur þó rétt að tilgreina neðangreinda þætti umsagna.

1.1. Náttúrufræðistofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna en tekur undir álit Skipulagsstofnunar frá 11. júlí 2022.
1.2. Náttúrufræðistofnun hvetur Norðurþing til að friðlýsa afmarkaðan setbakka í Röndinni til að varðveita til framtíðar jarðmyndanir sem hafa hátt vísindalegt gildi fyrir síðjökultíma á Íslandi. Stofnunin er jafnframt reiðubúin að aðstoða sveitarfélagið við val á jarðlagasniði í Röndinni til varðveislu.
2.1. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi en minnir hinsvegar á umsögn sína frá 17. janúar 2020 vegna upphaflegs deiliskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar ábendingar. Ráðið telur þær ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa Náttúrufræðistofnunar um hvaða hluta Randarinnar væri mikilvægast að friðlýsa.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku breytts skipulags.

Sveitarstjórn Norðurþings - 129. fundur - 27.12.2022

Á 142. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, 20.12.2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar ábendingar. Ráðið telur þær ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa Náttúrufræðistofnunar um hvaða hluta Randarinnar væri mikilvægast að friðlýsa.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku breytts skipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Skipulagsstofnun kynnti með bréfi dags. 2. mars s.l. að stofnunin telji að breyta þurfi aðalskipulagi áður en gildistaka deiliskipulags vegna fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri er auglýst.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags til að koma til móts við sjónarmið Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 150. fundur - 21.03.2023

Fyrir liggur lítilsháttar breytt tillaga að breytingu deiliskipulags vegna fiskeldis á Röndinni sem áður var búið að samþykkja. Breyting deiliskipulagstillögunnar felst í tilvísun í tillögu að breytingu aðalskipulags. Á fundi sínum þann 16. mars fól sveitarstjórn skipulagsfulltrúa að kynna deiliskipulagsbreytinguna aftur samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breytingu deiliskipulags og gerir ekki athugasemdir við þá afgreiðslu sveitarstjórnar að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 157. fundur - 23.05.2023

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags fiskeldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri vegna vatnstökuhola á Röndinni. Skipulagsbreytingin var kynnt samhliða breytingu aðalskipulags sama svæðis. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Hverfisráði Öxarfjarðar.
Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Á 157. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 23. maí 2023, var eftirfarandi bókað:

Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Samþykkt samhljóða.