Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

157. fundur 23. maí 2023 kl. 13:00 - 14:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Jóhannes Haukur Hauksson frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra sat fundinn undir lið 1.

1.Númerislausir bílar - verklag

Málsnúmer 202305090Vakta málsnúmer

Verklagsreglur til að fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Jóhannesi Hauki fyrir komuna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna að gerð gjaldskrár og útfæra geymslusvæði.

2.Starfsemi Frístundar 2023-2024

Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer

Á 152. fundi fjölskylduráðs 16. maí 2023, var eftirfarandi bókað: Lagt fram til kynningar og málið unnið áfram í samstarfi við fræðslufulltrúa og sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs. Vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti stöðu mála.

3.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi veitinga vegna Röff bistro, Katlavelli

Málsnúmer 202305066Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um leyfi til handa AJ Veitinga ehf til veitingasölur í nýbyggðum golfskála á Katlavelli.
Nýr golfskáli er byggður með samþykki sveitarfélagsins og í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála. Öryggisúttekt á mannvirkinu hefur ekki enn farið fram, en horft til þess að það verði á næstu dögum. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.

4.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna vatnstökuhola á Röndinni

Málsnúmer 202303051Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna vatnstökuhola við Röndina á Kópaskeri. Aðalskipulagsbreytingin var kynnt samhliða breytingu deiliskipulags sama svæðis. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Hverfisráði Öxarfjarðar.
Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.

5.Breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags fiskeldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri vegna vatnstökuhola á Röndinni. Skipulagsbreytingin var kynnt samhliða breytingu aðalskipulags sama svæðis. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Hverfisráði Öxarfjarðar.
Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.

6.Ósk um framkvæmdaleyfi til að plægja niður jarðstreng í Kelduhverfi

Málsnúmer 202305085Vakta málsnúmer

RARIK óskar framkvæmdaleyfis til að plægja háspennustrengi frá spennivirki við Lindarbrekku í Kelduhverfi, annarsvegar í tengipunkt við Víkingavatn og hinsvegar við Syðri-Bakka. Að strenglögn lokinni verður loftlína frá Lindarbrekku til Syðri-Bakka aflögð. Meðfylgjandi erindi er teikning sem sýnir fyrirhugaða legu strengja og upplýsingar um hvernig staðið verður að frágangi strengja.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að sé vel að verki staðið verði rask af völdum plægingar jarðstrengja á þessum leiðum fljótt að gróa upp. Hinsvegar er lega strengja um þétt varplendi fugla að hluta til og einnig farið yfir gjöfula veiðiá. Mikilvægt er að ekki verði farið um varplendi fugla fyrr en varpi og umsýslu hreiðra er lokið.

Skipulags- og framkvæmdaráð fer fram á að RARIK skili inn til sveitarfélagsins samþykki landeigenda fyrir strenglögnum um lönd þeirra. Framkvæmdaaðili skal hafa samráð við Minjastofnun Íslands vegna framkvæmdanna og skili til skipulagsfulltrúa umsögn Minjastofnunar Íslands vegna legu strengjanna. Ennfremur telur ráðið að skuli skila til skipulagsfulltrúa umsögnum Veiðifélags Litluárvatna og Fiskistofu vegna þverunar Litluár. Ráðið felur hinsvegar skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúruverndarnefndar Þingeyinga um strenglagningar áður en afstaða er tekin til erindisins.

Fundi slitið - kl. 14:30.