Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Norðurþings vegna vatnstökuhola á Röndinni

Málsnúmer 202303051

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 132. fundur - 16.03.2023

Fyrir fundi sveitarstjórnar liggur tillaga að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna vatnstökuhola á Röndinni við Kópasker sem unnin var að beiðni skipulags- og framkvæmdaráðs. Breytingin felur í sér stækkun iðnaðarsvæðis I1 á Kópaskeri til norðurs yfir það svæði sem í áður kynntri deiliskipulagstillögu var ætlað undir borholur og lagnir að fiskeldislóð. Tilgangur breytingarinnar er að setja skýra stefnu í aðalskipulagi um að umrætt svæði verði nýtt fyrir vatnstöku fyrir fiskeldið. Jafnframt liggur fyrir lítilsháttar breytt tillaga að deiliskipulagi fyrir fiskeldi á Röndinni þar sem bætt hefur verið inn í greinargerð texta um að breyting aðalskipulags og deiliskipulags verði auglýst samhliða.
Til máls tók: Hjálmar.

Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir samhljóða að auglýsa til almennrar kynningar skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings vegna vatnstökuhola á Röndinni við Kópasker. Samhliða kynningu aðalskipulagsbreytingar verði kynnt fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis á Röndinni. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30 gr. skipulagslaga fyrir kynningu aðalskipulagsbreytingarinnar og auglýsa í framhaldinu skipulagstillögurnar samhliða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 150. fundur - 21.03.2023

Fyrir liggur tillaga að breytingu aðalskipulags vegna vatnstökuhola við Röndina á Kópaskeri. Tillaga að breytingu aðalskipulags var unnin að beiðni skipulags- og framkvæmdaráðs á fundi 7. mars s.l. Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. mars að auglýsa skipulagstillöguna samhliða breytingu deiliskipulags sama svæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu að breytingu aðalskipulags og gerir ekki athugasemdir við þá afgreiðslu sveitarstjórnar að tillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 157. fundur - 23.05.2023

Nú er lokið kynningu breytingar Aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna vatnstökuhola við Röndina á Kópaskeri. Aðalskipulagsbreytingin var kynnt samhliða breytingu deiliskipulags sama svæðis. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga og Hverfisráði Öxarfjarðar.
Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Á 157. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 23. maí 2023, var eftirfarandi bókað:

Umsagnir voru eftirfarandi:
1. Vegagerðin, bréf dags. 17. maí 2023: Vegagerðin gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar.
2. Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ), bréf dags. 15. maí 2023: NÍ telur jákvætt að settir séu skilmálar um vöktun á vatnshæð í grunnvatnsholum. NÍ telur mikilvægt að settir verði skilmálar í starfsleyfi um reglulegt eftirlit með frárennsli í sjó. NÍ telur mikilvægt að fylgt verði þeim ákvæðum skipulags um að framkvæmdir verði ekki á varptíma fugla.
3. Umhverfisstofnun (UST), bréf dags. 15. maí 2023: UST gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.
4. Minjastofnun Íslands (MÍ), bréf dags. 10. maí 2023: MÍ gerir ekki athugasemd við skipulagstillögurnar.
5. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), bréf dags. 25. apríl 2023: HNE gerir ekki athugasemd við skipulagsbreytingarnar, en leggur áherslu á að grunnvatnsstaða og yfirborðsstaða nálægs votlendis verði vaktað líkt og skilgreint er í skipulagsskilmálum.
6. Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, fundargerð 9. maí 2023: Náttúruverndarnefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar, en leggur áherslu á að ekki verði raskað friðlýstum náttúruminjum á svæðinu.
7. Hverfisráð Öxarfjarðar, tölvupóstur 24. apríl 2023: Hverfisráð gerir ekki athugasemdir við skipulagstillögurnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur að umsagnir gefi ekki tilefni til breytinga á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að breytingartillaga verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tók: Soffía

Samþykkt samhljóða.