Fara í efni

Ósk um umsögn um rekstrarleyfi veitinga vegna Röff bistro, Katlavelli

Málsnúmer 202305066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 157. fundur - 23.05.2023

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um leyfi til handa AJ Veitinga ehf til veitingasölur í nýbyggðum golfskála á Katlavelli.
Nýr golfskáli er byggður með samþykki sveitarfélagsins og í samræmi við gildandi deiliskipulagsskilmála. Öryggisúttekt á mannvirkinu hefur ekki enn farið fram, en horft til þess að það verði á næstu dögum. Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið.