Fara í efni

Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar vegna Guesthouse Maddy

Málsnúmer 202302063

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings vegna rekstrarleyfis til reksturs gististaðar í flokki II í íbúð 010202 að Garðarsbraut 62.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að leita þurfi samþykkis meðeigenda í fjöleignahúsinu áður en samþykki fyrir rekstarleyfi er veitt. Að fengnu samþykki meðeigenda gerir ráðið, f.h. Norðurþings, ekki athugasemdir við að rekstrarleyfi verði veitt.