Fara í efni

Tjaldsvæði Norðurþings stöðumat

Málsnúmer 202301017

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 137. fundur - 10.01.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um tjaldsvæði Norðurþings á Húsavík, Kópaskeri og á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð telur augljóst að ráðist þurfi í úrbætur á öllum tjaldsvæðunum í Norðurþingi. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 144. fundur - 24.01.2023

Á 137. fundi fjölskylduráðs 10. janúar 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð telur augljóst að ráðist þurfi í úrbætur á öllum tjaldsvæðunum í Norðurþingi. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráði er staða tjaldsvæða í Norðurþingi
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að standsetja tjaldsvæði Norðurþings fyrir sumarið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 165. fundur - 29.08.2023

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið fór yfir mál tjaldsvæða í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að útbúa minnisblað um ástand tjaldsvæða í Norðurþingi sem og gistináttafjölda í sumar og leggja fyrir ráðið að nýju um miðjan september.