Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Nafn skíðasvæðis í Reyðarárhnjúki
202301010
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa um nafn skíðasvæðisins í Reyðarárhnjúk.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja vinnu við að finna nafn á útivistarsvæðið við Reyðarárhnjúk og leita eftir umsögn frá Húsavíkurstofu um málið.
2.Erindi vegna ástands á gervigrasvellinum á Húsavík
202211115
Fyrir fjölskylduráði ráði liggur erindi frá fótboltastelpum úr 3ja flokki Völsungs. Skorað er á sveitarfélagið að endurnýja gervigras á vellinum þar sem að þær telja að mikil meiðslahætta sé af því að æfa á grasinu.
Fjölskylduráð þakkar stúlkunum fyrir erindið. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna kostnað við endurnýjun á yfirborði gervigrasvallar.
3.Starfsskýrsla tjaldsvæðisins á Húsavík sumarið 2022
202301011
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsskýrlsu um tjaldsvæðið á Húsavík sumarið 2022. Skýrslan er unnin af Íþróttafélaginu Völsungi sem var rekstaraðili á svæðinu.
Lagt fram til kynningar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kanna afstöðu félagsins til áframhaldandi reksturs.
4.Tjaldsvæði Norðurþings stöðumat
202301017
Fyrir fjölskylduráði liggur minnisblað um tjaldsvæði Norðurþings á Húsavík, Kópaskeri og á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð telur augljóst að ráðist þurfi í úrbætur á öllum tjaldsvæðunum í Norðurþingi. Ráðið vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
5.Frístundastyrkir 2022
202205012
Íþrótta - og tómstundafulltrúi kynnti skýrslu um nýtingu frístundastyrkja árið 2022.
Fjölskylduráð er ánægt með aukna nýtingu á frístundastyrkjum í sveitarfélaginu sem er stöðugt vaxandi. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að birta umfjöllun um málið á vef Norðurþings.
6.Frístundastyrkir 2023
202210058
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar frístundastyrki ungmenna fyrir árið 2023.
Yfirfara þarf reglur og upphæð fyrir árið 2023.
Yfirfara þarf reglur og upphæð fyrir árið 2023.
Fjölskylduráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
7.Þorrablót á Kópaskeri
202301015
Þorrablótsnefnd á Kópaskeri óskar eftir því að halda þorrablót í íþróttahúsinu á Kópaskeri án endurgjalds.
Fjölskylduráð samþykkir erindið.
8.Samningamál Norðurþings og Völsungs 2023-
202210034
Fjölskulduráð hefur til kynningar samningamál Völsungs og Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
9.Bæjarhátíðir í Norðurþingi
202208081
Á 126. fundi sínum ákvað fjölskylduráð að halda íbúafund vegna Mærudaga 2023. Fyrirhugað er að halda hann 28. febrúar og er undirbúningur og dagskrá fundarins til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
10.Ungmennaráð 2022 - 2023
202210048
Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð frá fyrsta fundi ungmennaráðs starfsárið 2022-2023
Fjölskylduráð býður ungmennaráð velkomið til starfa og hlakkar til samstarfs við ráðið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
11.Ferðaþjónusta fatlaðra
202210010
Fyrir liggur framlenging á samningi um Akstursþjónustu fyrir aldraða og fatlaða við Fjallasýn. Samningurinn er lagður fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar til samþykktar í sveitarstjórn.
12.Staða á félagslegu leiguhúsnæði í Norðurþingi
202301018
Félagsmálastjóri kynnir stöðuna á félagslegu leiguhúsnæði í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.
13.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.
201905125
Fyrir liggur nýr samningi við Félag eldri borgara á Húsavík og nágrenni um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf fyrir eldri borgara. Samningurinn er lagður fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn.
14.Miðjan breyting á fyrirkomulagi hádegisverðar
202301019
Hádegis verður hefur undanfarið verið matreiddur og framreiddur innan Miðjunnar. Breyting verður nú á því fyrirkomulagi þar sem maturinn verður nú aðkeyptur og boðin notendum og starfsfólki.
Lagt fram til kynningar.
15.Öldungaráð 2022-2026
201806213
Fyrir fjölskylduráði liggur fundargerð frá fyrsta fundi Öldungaráðs þann 14. nóvember sl.
Fjölskylduráð býður öldungaráð velkomið til starfa og hlakkar til samstarfs við ráðið.
Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 10:55.
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 9.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 11-15.