Fara í efni

Erindi vegna ástands á gervigrasvellinum á Húsavík

Málsnúmer 202211115

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 137. fundur - 10.01.2023

Fyrir fjölskylduráði ráði liggur erindi frá fótboltastelpum úr 3ja flokki Völsungs. Skorað er á sveitarfélagið að endurnýja gervigras á vellinum þar sem að þær telja að mikil meiðslahætta sé af því að æfa á grasinu.
Fjölskylduráð þakkar stúlkunum fyrir erindið. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna kostnað við endurnýjun á yfirborði gervigrasvallar.