Fara í efni

Bæjarhátíðir í Norðurþingi

Málsnúmer 202208081

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 125. fundur - 30.08.2022

Fjölskylduráð hefur til umræðu bæjarhátíðir í Norðurþingi sem og ósk Menningar- og hrútadaganefndar um framkvæmd hátíðarinnar.
Á fundinn komu Charlotta Englund fulltrúi Sólstöðuhátíðar, Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi Menningar- og hrútadaga og Guðrún Huld Gunnarsdóttir fulltrúi Mærudaga.

Fjölskylduráð þakkar þeim fyrir komuna og þeirra innlegg í umræðuna.
Ráðið er ánægt með hvernig tekist hefur til með þær hátíðir sem þegar hafa verið haldnar. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða fulltrúa Húsavíkurstofu á fund ráðsins til umræðu um Mærudaga.
Norðurþing hefur til þessa ekki verið með fasta samninga um bæjarhátíðir og framkvæmd þeirra og telur ekki tilefni til þess að taka það upp.

Fjölskylduráð - 126. fundur - 06.09.2022

Fjölskylduráð boðar á fund sinn fulltrúa frá Húsavíkurstofu til að ræða Mærudaga.
Fjölskylduráð þakkar Huld Hafliðadóttur, verkefnastjóra, fyrir komuna á fundinn.

Fjölskylduráð áformar að halda opinn íbúafund um mærudaga á haustdögum.

Fjölskylduráð - 137. fundur - 10.01.2023

Á 126. fundi sínum ákvað fjölskylduráð að halda íbúafund vegna Mærudaga 2023. Fyrirhugað er að halda hann 28. febrúar og er undirbúningur og dagskrá fundarins til kynningar.
Lagt fram til kynningar.