Fara í efni

Fjölskylduráð

125. fundur 30. ágúst 2022 kl. 08:30 - 12:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir fjölmenningarfulltrúi sat fundinn undir lið 1-4.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 7-9.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 5-6.

1.Bæjarhátíðir í Norðurþingi

Málsnúmer 202208081Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umræðu bæjarhátíðir í Norðurþingi sem og ósk Menningar- og hrútadaganefndar um framkvæmd hátíðarinnar.
Á fundinn komu Charlotta Englund fulltrúi Sólstöðuhátíðar, Nanna Steina Höskuldsdóttir fulltrúi Menningar- og hrútadaga og Guðrún Huld Gunnarsdóttir fulltrúi Mærudaga.

Fjölskylduráð þakkar þeim fyrir komuna og þeirra innlegg í umræðuna.
Ráðið er ánægt með hvernig tekist hefur til með þær hátíðir sem þegar hafa verið haldnar. Ráðið felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða fulltrúa Húsavíkurstofu á fund ráðsins til umræðu um Mærudaga.
Norðurþing hefur til þessa ekki verið með fasta samninga um bæjarhátíðir og framkvæmd þeirra og telur ekki tilefni til þess að taka það upp.

2.Umsókn í lista- og menningarsjóð 2022

Málsnúmer 202208051Vakta málsnúmer

Tónasmiðjan sækir um styrk að upphæð 100.000kr. í lista- og menningarsjóð Norðurþings vegna tónleikanna Rokkum gegn sjálfsvígum sem fara fram þann 10. september.
Bylgja Steingrímsdóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fjölskylduráð samþykkir að styrkja Tónasmiðjuna um 80.000.-

3.Útilistaverk á Raufarhöfn

Málsnúmer 202208058Vakta málsnúmer

Félag eldri borgara á Raufarhöfn vill vekja athygli á tveimur listaverkum á Raufarhöfn sem þarfnast skráningar og umsjónar.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að komast að því hver á listaverkið Síldarstúlkuna sem staðsett er á Raufarhöfn. Ráðið tekur jákvætt í að þiggja listaverkið Drekann að gjöf en vísar erindinu til umfjöllunar í byggðarráði.

4.Útilistaverk í Norðurþingi

Málsnúmer 202208042Vakta málsnúmer

Á 125. fundir sveitarstjórnar 18. ágúst sl. var eftirfarandi tekið fyrir: Forseti sveitarstjórnar leggur til að gerð verði skrá yfir útilistaverk í Norðurþingi. Skráin væri aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt mynd, staðsetningu, eiganda, tilurð verks og höfundur. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs til úrvinnslu.

Það er nokkur hreyfing á íbúum sveitarfélagsins, nýjar kynslóðir að vaxa úr grasi og nýtt fólk að setjast hér að. Það er mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir og séu aðgengilegar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja vinnu við skráningu á útilistaverkum í Norðurþingi.

5.Sundlaug Húsavíkur - starfsemi laugarinnar

Málsnúmer 202208098Vakta málsnúmer

Forstöðumaður Sundlaugarinnar og íþrótta-og tómstundafulltrúi komu og ræddu almennt um starfsemi laugarinnar.
Harpa Steingrímsdóttir forstöðumaður Sundlaugar Húsavíkur kom á fundinn.
Fjölskylduráð þakkar Hörpu fyrir komuna.

6.Sundlaugin í Lundi 2022

Málsnúmer 202203073Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar lokaskýrslu rekstaraðila sundlaugarinnar í Lundi sumarið 2022.
Fjölskylduráð þakkar Bjarka og Filipu fyrir skýrsluna og gott samstarf í sumar.
Ráðið telur brýnt að gerð verði úttekt af fagaðila á ástandi Sundlaugarinnar í Lundi með tilliti til úrbóta. Í núverandi ástandi er óvíst hvort hægt verði að opna laugina næsta sumar og ljóst er að óbreyttu er ekki hægt að halda úti sundkennslu í lauginni. Ráðið vísar málinu til úrvinnslu í skipulags- og framkvæmdaráði.

7.Samningur við FEBHN um leigu á húsnæði og samstarf um félagsstarf.

Málsnúmer 201905125Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður um málefnið.
Fjölskylduráð felur félagsmálafulltrúa að útbúa minnisblað um félagsstarf eldri borgara og annarra og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Samningur við félag eldri borgara Raufarhöfn

Málsnúmer 202110106Vakta málsnúmer

Félagar úr FER mæta á fund ráðsins til að ræða um samning.
Kristjana Bergsdóttir, Helgi Ólafsson, Sigrún Björnsdóttir og Bergdís Jóhannsdóttir komu á fundinn fyrir hönd Félags eldri borgara á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð þakkar þeim fyrir komuna og kynningu á starfinu.
Ráðið vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2023.

9.Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202208102Vakta málsnúmer

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til árlegs fundar um jafnréttismál sveitarfélaga fimmtudaginn 15. september næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri að þessu sinni og mun standa frá kl. 9-15.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.