Fara í efni

Útilistaverk í Norðurþingi

Málsnúmer 202208042

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 125. fundur - 18.08.2022

Forseti sveitarstjórnar leggur til að gerð verði skrá yfir útilistaverk í Norðurþingi. Skráin væri aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt mynd, staðsetningu, eiganda, tilurð verks og höfundur. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs til úrvinnslu.

Það er nokkur hreyfing á íbúum sveitarfélagsins, nýjar kynslóðir að vaxa úr grasi og nýtt fólk að setjast hér að. Það er mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir og séu
aðgengilegar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Fjölskylduráð - 125. fundur - 30.08.2022

Á 125. fundir sveitarstjórnar 18. ágúst sl. var eftirfarandi tekið fyrir: Forseti sveitarstjórnar leggur til að gerð verði skrá yfir útilistaverk í Norðurþingi. Skráin væri aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins ásamt mynd, staðsetningu, eiganda, tilurð verks og höfundur. Málinu verði vísað til fjölskylduráðs til úrvinnslu.

Það er nokkur hreyfing á íbúum sveitarfélagsins, nýjar kynslóðir að vaxa úr grasi og nýtt fólk að setjast hér að. Það er mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir og séu aðgengilegar.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja vinnu við skráningu á útilistaverkum í Norðurþingi.