Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði að Fiskifjöru 4

Málsnúmer 202303018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Flóki ehf óskar byggingarleyfis fyrir geymsluhúsnæði að Fiskifjöru 4. Fyrir fundi liggja teikningar unnar af Birki Kúld byggingarfræðingi. Fyrirhuguð bygging er stálgrindarskemma á einni hæð, 900 m² að grunnfleti. Gert er ráð 14 geymslurýmum í húsinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða uppbyggingu ekki í samræmi við þá uppbyggingu sem lá til grundvallar lóðarúthlutunar. Um er að ræða mikilvæga lóð þar sem gera verður kröfur um atvinnuskapandi uppbyggingu og vandaða útlitshönnun. Ráðið fellst ekki á að nýta þessa lóð undir geymsluhúsnæði og samþykkir því ekki framlagðar teikningar.

Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við Flóka ehf. um aðra lóðarkosti fyrir uppbyggingu geymsluhúsnæðis.