Fara í efni

Ósk um leyfi til deiliskipulagsgerðar á landi Akursels

Málsnúmer 202205073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Teiknistofa Arkitekta, f.h. Samherja fiskeldis ehf, óskar eftir heimild til að hefja vinnu við deiliskipulagningu á jörðinni Akurseli í Öxarfirði eins og nánar er tíundað í erindi.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að hafin verði vinna við deiliskipulagningu Akursels. Ráðið telur að samhliða verði að vinna að tillögu að breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Samherji fiskeldi ehf hefur sent sveitarfélaginu skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag jarðarinnar Akursels í Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsinguna.

Sveitarstjórn Norðurþings - 127. fundur - 27.10.2022

Á 135. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsinguna.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 141. fundur - 29.11.2022

Nú er lokið kynningartíma skipulagslýsingar vegna deiliskipulags jarðarinnar Akursels í Öxarfirði. Athugasemdir og umsagnir bárust frá 1. Umhverfisstofnun. 2. Hitaveitu Öxarfjarðar. 3. Hverfisráði Öxarfjarðar. 4. Landgræðslunni. 5. Eigendum Ærlækjarsels. 6. Minjastofnun. 7. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 8. Skipulagsstofnun. 9. Náttúrufræðistofnun Íslands.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar athugasemdir og ábendingar. Ráðið vísar þeim til yfirferðar hjá skipulagsráðgjafa vegna framhalds skipulagsvinnu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Lilja Filippusdóttir skipulagsráðgjafi hefur lagt fram frumhugmynd að deiliskipulagi fyrir hluta jarðarinnar Akursel í Öxarfirði og jafnframt lagt fram hugmynd að breytingu aðalskipulags í tengslum við deiliskipulagstillöguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á það upplegg sem liggur fyrir, þ.e. að unnið verði að breytingu aðalskipulags vegna fiskeldismannvirkja í landi Akursels og deiliskipulags sama svæðis. Í kynntri skipulagslýsingu var horft til þess að stærri hluti jarðarinnar yrði deiliskipulagður. Ráðið minnir á umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 10. nóvember s.l. vegna kynntrar lýsingar þar sem ábending kemur fram um að vinna skipulagsgögn og umhverfismat vegna sjótöku samhliða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri. Skipulagsbreytingin felur í sér verulega stækkun skipulagssvæðis úr 8,4 ha í 100,3 ha. Stækkunin gengur inn á land Akursels utan um fyrirliggjandi sjótökuhús, svæði undir borholur og önnur mannvirki vestan Brunnár gegnt fiskeldinu í Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir á íbúafundi samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri vegna stækkunar iðnaðarsvæðis Í3 í Öxarfirði vestur yfir Brunná og inn á Austursand í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið er stækkað m.a. til að ná yfir fyrirliggjandi mannvirki til sjótöku í fjörunni í landi Akursels. Skilgreindir eru byggingarreitir umhverfis sjótökuhús og annar sem ætlaður er undir fiskimykjutanka og aðra uppbyggingu. Þar fyrir utan er afmarkað svæði undir borholur til vatnstöku og skilgreind svæði fyrir lagnaleiðir. Iðnaðarsvæðið stækkar úr því að vera 5,6 ha utan um núverandi fiskeldisstöð í Núpsmýri yfir í 70,2 ha. Heimild verði fyrir allt að 3.000 tonna framleiðslumagni fiskeldis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 174. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða kynningu breytingar aðalskipulags.

Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða kynningu breytingar aðalskipulags.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.