Sveitarstjórn Norðurþings
Dagskrá
1.Umhverfisátak Norðurþings 2025
Málsnúmer 202501068Vakta málsnúmer
Undirrituð leggja til að farið verði í umhverfisátak í sveitarfélaginu árið 2025. Markmiðið er fegrun umhverfis, betri ásýnd og aukið staðarstolt. Sveitarfélagið hvetur fólk, býli, fyrirtæki og stofnanir til þátttöku í átakinu. Stofnanir sveitarfélagsins gangi á undan með góðu fordæmi.
Venju samkvæmt hefur verið haldinn hreinsunardagur að vori og veitt umhverfisverðlaun sbr. fyrri ákvörðun í sveitarstjórn frá 90. fundi hennar þann 19. mars 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráði verði falin nánari útfærsla átaksins.
Eiður Pétursson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Soffía Gísladóttir
Venju samkvæmt hefur verið haldinn hreinsunardagur að vori og veitt umhverfisverðlaun sbr. fyrri ákvörðun í sveitarstjórn frá 90. fundi hennar þann 19. mars 2019.
Skipulags- og framkvæmdaráði verði falin nánari útfærsla átaksins.
Eiður Pétursson
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristinn Jóhann Lund
Soffía Gísladóttir
2.Ársreikningur Norðurþings 2024
Málsnúmer 202412070Vakta málsnúmer
Á 484. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2024 og leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn.
Tillaga:
27. mars fyrri umræða hjá byggðarráði.
3. apríl fyrri umræða hjá sveitarstjórn.
30. apríl seinni umræða hjá byggðarráði.
8. maí seinni umræða hjá sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir meðfylgjandi tillögu að vinnuferli og fyrirkomulagi funda vegna skila á ársreikningi Norðurþings 2024 og leggur eftirfarandi til við sveitarstjórn.
Tillaga:
27. mars fyrri umræða hjá byggðarráði.
3. apríl fyrri umræða hjá sveitarstjórn.
30. apríl seinni umræða hjá byggðarráði.
8. maí seinni umræða hjá sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.
Helena leggur fram eftirfarandi breytingatillögu fyrir hönd B og D lista:
Vegna afgreiðslu ársreikninga Norðurþings vegna ársins 2024 sem samþykkja þarf í sveitarstjórn og skila inn til kauphallar fyrir 15. maí er lagt til sveitarstjórn samþykki tillögu byggðarráðs um fundartíma í apríl og maí. Að auki er lagt til að febrúarfundi sveitarstjórnar verði seinkað frá 20. febrúar til 27. febrúar og að marsfundur sveitarstjórnar verði felldur niður.
Fundir sveitarstjórnar verði því sem hér segir:
27. febrúar kl. 13:00
3. apríl kl. 13:00
8. maí kl. 13:00
Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.
Helena leggur fram eftirfarandi breytingatillögu fyrir hönd B og D lista:
Vegna afgreiðslu ársreikninga Norðurþings vegna ársins 2024 sem samþykkja þarf í sveitarstjórn og skila inn til kauphallar fyrir 15. maí er lagt til sveitarstjórn samþykki tillögu byggðarráðs um fundartíma í apríl og maí. Að auki er lagt til að febrúarfundi sveitarstjórnar verði seinkað frá 20. febrúar til 27. febrúar og að marsfundur sveitarstjórnar verði felldur niður.
Fundir sveitarstjórnar verði því sem hér segir:
27. febrúar kl. 13:00
3. apríl kl. 13:00
8. maí kl. 13:00
Breytingartillagan er samþykkt samhljóða.
3.Störf undanskilin verkfallsheimild hjá Norðurþingi
Málsnúmer 202201064Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til samþykktar listi yfir þau störf hjá Norðurþingi sem undanþegin eru verkfallsheimild.
Til máls tók: Katrín.
Sveitarstjórn samþykkir listann samhljóða. Auglýsingin verður birt í Stjórnartíðindum.
Sveitarstjórn samþykkir listann samhljóða. Auglýsingin verður birt í Stjórnartíðindum.
4.Frístundastyrkir 2025
Málsnúmer 202409100Vakta málsnúmer
Á 205. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um frístundastyrki með breytingum á upphæð, sem fer úr 22.500 kr. í 30.000 kr., og árgöngum sem frístundastyrkurinn nær til, þ.e. frá 2007 - 2023. Ráðið vísar málinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Fjölskylduráð samþykkir reglur um frístundastyrki með breytingum á upphæð, sem fer úr 22.500 kr. í 30.000 kr., og árgöngum sem frístundastyrkurinn nær til, þ.e. frá 2007 - 2023. Ráðið vísar málinu til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Til máls tók: Kristinn.
Samþykkt samhljóða.
Reglurnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Reglurnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.
5.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2025
Málsnúmer 202501004Vakta málsnúmer
Á 484. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 4.374.483. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 4.374.483.- til 5.223.319.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 5.223.319. til 6.794.410.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 6.794.410.- veita engan afslátt.
2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.323.307.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.323.307.- til 9.172.143.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.172.143.- til 10.190.994.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.190.994.- króna veita engan afslátt.
Tillagan er samþykkt samhljóða.
Byggðarráð vísar reglunum með áorðnum breytingum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Tekjumörk eru sem hér segir:
1. Einstaklingar og örorkulífeyrisþegar:
a. Skattskyldar tekjur allt að krónur 4.374.483. - veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 4.374.483.- til 5.223.319.- króna veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 5.223.319. til 6.794.410.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 6.794.410.- veita engan afslátt.
2. Örorkulífeyrisþegar, hjón og samskattað sambýlisfólk:
a. Skattskyldar tekjur allt að 8.323.307.- krónur veita 100% afslátt.
b. Skattskyldar tekjur frá 8.323.307.- til 9.172.143.- krónur veita 50% afslátt.
c. Skattskyldar tekjur frá 9.172.143.- til 10.190.994.- króna veita 25% afslátt.
d. Skattskyldar tekjur yfir 10.190.994.- króna veita engan afslátt.
Til máls tók: Helena.
Samþykkt samhljóða.
Reglurnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Reglurnar verða birtar á vef sveitarfélagsins.
6.Stafræn húsnæðisáætlun Norðurþings 2025
Málsnúmer 202412032Vakta málsnúmer
Á 484. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Byggðarráð samþykkir húsnæðisáætlun Norðurþings fyrir árið 2025 og vísar áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir húsnæðisáætlun Norðurþings fyrir árið 2025 og vísar áætluninni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín, Helena, Aldey og Hjálmar.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun samhljóða.
Húsnæðisáætlun verður birt á vef sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun samhljóða.
Húsnæðisáætlun verður birt á vef sveitarfélagsins.
7.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels
Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer
Á 207. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 9. júlí s.l. var sú afstaða tekin að breyta ekki aðalskipulagstillögunni vegna þeirra umsagna sem bárust, heldur taka á þeim með lagfæringum á þeirri deiliskipulagsbreytingu sem kynnt var samhliða. Þær lagfæringar deiliskipulagsins eru bókaðar í sömu fundargerð. Ráðið telur ekki tilefni til að setja almenn ákvæði um verndun vatnshlota og vistgerða í þessa breytingu aðalskipulags enda málefni sem verður nánar fjallað um í heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings sem nú er í kynningu. Ráðið telur ekki tilefni til þess að setja ákvæði í aðalskipulagsbreytinguna varðandi rekstur eða framkvæmdir. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því að fyrirliggjandi tillaga að breytingu aðalskipulags sé fullnægjandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu aðalskipulags iðnaðarsvæðis í landi Akursels verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska staðfestingar gildistöku til Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu aðalskipulags iðnaðarsvæðis í landi Akursels verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska staðfestingar gildistöku til Skipulagsstofnunar.
Til máls tók: Soffía.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
8.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri
Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer
Á 207. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að þessi lagfærða tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku þess þegar aðalskipulagsbreytingin hefur öðlast gildi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.
9.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings
Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer
Á 207. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir lokadrög að umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings og vísar stefnunni til samþykktar í sveitarstjórn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Náttúrstofu Norðausturlands fyrir umsögn með athugasemdum.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir lokadrög að umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings og vísar stefnunni til samþykktar í sveitarstjórn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Náttúrstofu Norðausturlands fyrir umsögn með athugasemdum.
Til máls tóku: Soffía, Aldey, Helena, Hjálmar og Benóný.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stefnu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi stefnu.
10.Fjölskylduráð - 205
Málsnúmer 2412002FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 205. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 2 "Endurskoðun á samningi": Helena.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
11.Fjölskylduráð - 206
Málsnúmer 2412004FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 206. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.
12.Skipulags- og framkvæmdaráð - 206
Málsnúmer 2412001FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 206. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 4 "Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt": Soffía.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
13.Skipulags- og framkvæmdaráð - 207
Málsnúmer 2412007FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 207. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 6 "Breyting deiliskipulags suðurhafnarsvæðis": Aldey.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
14.Byggðarráð Norðurþings - 483
Málsnúmer 2412003FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 483. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.
15.Byggðarráð Norðurþings - 484
Málsnúmer 2412006FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 484. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 12 "Umsagnarbeiðni um tímabundið áfengisleyfi frá Norðanmat ehf. vegna þorrablóts á Húsavík": Benóný og Helena.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.
16.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 29
Málsnúmer 2412005FVakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 29. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.
Fundi slitið - kl. 14:20.
Tillagan er samþykkt samhljóða.