Fara í efni

Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Málsnúmer 202305050

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu aðalskipulags vegna fiskeldis í Núpsmýri. Skipulagsbreytingin felur í sér verulega stækkun iðnaðarsvæðis I3 úr 5,6 ha í 70,2 ha. Stækkunin gengur inn á land Akursels utan um fyrirliggjandi sjótökuhús, svæði undir borholur og önnur mannvirki vestan Brunnár gegnt fiskeldinu í Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags á íbúafundi samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu aðalskipulags vegna stækkunar iðnaðarsvæðis Í3 í Öxarfirði vestur yfir Brunná og inn á Austursand í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið er stækkað m.a. til að ná yfir fyrirliggjandi mannvirki til sjótöku í fjörunni í landi Akursels. Iðnaðarsvæðið stækkar úr því að vera 5,6 ha utan um núverandi fiskeldisstöð í Núpsmýri yfir í 70,2 ha. Heimild verði fyrir allt að 3.000 tonna framleiðslumagni fiskeldis.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings. Samhliða verði kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 174. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna skipulagstillöguna á vinnslustigi á opnu húsi og á vefsíðu Norðurþings. Samhliða verði kynnt tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að aðalskipulagsbreytingu vegna iðnaðarsvæði í landi Akursels var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu aðalskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og að fengnu samþykki auglýsa tillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og að fengnu samþykki auglýsa tillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.