Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

156. fundur 16. maí 2023 kl. 13:00 - 16:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Stefán Haukur Grímsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Sigmar Metúsalemsson frá Eflu sátu fundinn undir lið 1.

Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og Heiðar Hrafn Halldórsson frá Húsavíkurstofu sátu fundinn undir lið 6.

1.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Sigmar Metúsalemsson hjá Eflu kynntu stöðu skipulagslýsingar vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Sigmari fyrir kynninguna.

2.Erindi vegna kartöflurgarða við Húsavík

Málsnúmer 202305007Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi vegna kartöflugarða við Húsavík sem sveitarfélagið býður íbúum upp á.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna að nýrri staðsetningu kartöflugarða við Húsavík fyrir næsta sumar.
Fylgiskjöl:

3.Erindi um skipulag skógræktar í landinu

Málsnúmer 202305030Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnti dreifibréf VÍN vegna skipulags skógræktar.
Bréfið lagt fram.

4.Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir aðstöðu i Kvíabekk til að starfrækja kaffihús sumarið 2023

Málsnúmer 202305054Vakta málsnúmer

Félagar í Miðjunni hæfingu óska eftir að fá að starfrækja kaffihús í Kvíabekk með sama sniði og gert var sumarið 2022. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til erindisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir beiðni Miðjunnar.

5.Varðandi veiði í Botnsvatni

Málsnúmer 202305057Vakta málsnúmer

Fyrirtækið Fish Partner ehf hefur áhuga á aðgangi að veiði í Botnsvatni austan við Húsavík. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka ákvörðun um næstu skref í málinu og hvort hefja eigi samtal við Fish Partner ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur ekki áhuga á að leigja út veiðirétt í Botnsvatni að svo stöddu.

6.Varðandi bílastæðamál á Húsavík sumarið 2023

Málsnúmer 202305058Vakta málsnúmer

Heiðar Hrafn Halldórsson og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir koma inn á fund Skipulags- og framkvæmdaráðs f.h. Húsavíkurstofu og kynna hugmyndir um bílastæðamál á Húsavík sumarið 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á að útbúa bráðabirgða bílastæði á lóðum á suðurfyllingu með lágmarkstilkostnaði.

7.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu aðalskipulags vegna fiskeldis í Núpsmýri. Skipulagsbreytingin felur í sér verulega stækkun iðnaðarsvæðis I3 úr 5,6 ha í 70,2 ha. Stækkunin gengur inn á land Akursels utan um fyrirliggjandi sjótökuhús, svæði undir borholur og önnur mannvirki vestan Brunnár gegnt fiskeldinu í Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að breytingu aðalskipulags á íbúafundi samhliða tillögu að breytingu deiliskipulags.

8.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumtillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri. Skipulagsbreytingin felur í sér verulega stækkun skipulagssvæðis úr 8,4 ha í 100,3 ha. Stækkunin gengur inn á land Akursels utan um fyrirliggjandi sjótökuhús, svæði undir borholur og önnur mannvirki vestan Brunnár gegnt fiskeldinu í Núpsmýri.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir á íbúafundi samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir sólstofu við Laugarbrekku 16

Málsnúmer 202305039Vakta málsnúmer

Miroslaw Zenon Kuczynski óskar byggingarleyfis fyrir sólstofu, svölum, geymslu undir svölum og bíslagi við Laugarbrekku 16. Fyrir liggja teikningar unnar af Knúti Emil Jónassyni hjá Faglausn. Stærð sólstofu er 30,3 m² og geymslu 9,6 m².
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna erindið eigendum húsa að Laugarbrekku 13, 14, 15, 17 og 18.

10.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Bjarnabúð, Garðarsbraut 12

Málsnúmer 202305053Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Garðarsbraut 12. Meðfylgjandi umsagnarbeiðni er teikning af fyrirkomulagi gistirýma í kjallara hússins. Slökkviliðsstjóri hefur veitt byggingarfulltrúa jákvæða umsögn vegna breyttrar nýtingar kjallara hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja breytingu innréttingar kjallara hússins til samræmis við framlagða teikningu og í kjölfarið að veita jákvæða umsögn vegna rekstarleyfis til sýslumanns.

11.Umsókn um áframhaldandi stöðuleyfi fyrir söluhúsi við Gljúfrastofu í Ásbyrgi

Málsnúmer 202305041Vakta málsnúmer

Heimöx handverksfélag óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir söluhúsi í Ásbyrgi. Fyrir liggur yfirlýsing frá Vatnajökulsþjóðgarði sem gerir ekki athugasemd við að stöðuleyfi verði framlengt til 20. maí 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að framlengja stöðuleyfi fyrir húsinu til 20. maí 2024.

12.Ósk um sameiningu lóða við Garðarsbraut 67-71

Málsnúmer 202305042Vakta málsnúmer

Húsfélögin að Garðarsbraut 67-71 óska eftir að lóðir einstakra stigaganga hússins verðir sameinaðar og gerður nýr lóðarleigusamningur fyrir húsið í heild. Fyrir fundi liggur tillaga að lóðarblaði til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði nýr lóðarleigusamningur fyrir lóðina að Garðarsbraut 67-71 á grundvelli fyrirliggjandi lóðarblaðs.

13.Umsókn um byggingarleyfi fyrir fjölbýlishúsi að Stóragarði 20

Málsnúmer 202303075Vakta málsnúmer

Á fyrirliggjandi teikningum af fjöleignahúsi að Stóragarði 20 er sorpgeymsla teiknuð utan byggingarreits. Lóðarhafi óskar heimildar til þess að byggja sorpgeymsluna þar sem sýnt er á teikningum.
Í ljósi þess að sorpgeymslan er lítil og lágreist og liggur ekki að annarri byggingarlóð skv. deiliskipulagi samþykkir skipulags- og framkvæmdaráð að húsið verði byggt samkvæmt framlögðum teikningum.

14.Umhverfisstofnun óskar eftir umsögn vegna starfsemi fiskeldis

Málsnúmer 202305043Vakta málsnúmer

Umhverfisstofnun óskar umsagnar Norðurþings um hvort starfsemi N-lax, annarsvegar í Auðbrekku á Húsavík og hinsvegar á Laxamýri, samræmist gildandi aðalskipulagi hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og sé í samræmi við samþykkta notkun fasteigna.
Í gildandi deiliskipulagi Auðbrekku, sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. desember 1992, er gert ráð fyrir að klakstöðin verði áfram þar sem hún var byggð. Fiskeldi þar er því í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fyrir mistök hefur fiskeldislóðin þó verið felld undir íbúðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Horft er til þess að leiðrétta það við endurskoðun aðalskipulagsins.
Fiskeldi á Laxamýri er á iðnaðarsvæði I1 þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi fiskeldi í gildandi aðalskipulagi. Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð lítur því svo á að fiskeldi N-lax í Auðbrekku og á Laxamýri séu í samræmi við skipulag hvað varðar landnotkun og samþykkta notkun fasteigna.

Fundi slitið - kl. 16:15.