Fara í efni

Umhverfisstofnun óskar eftir umsögn vegna starfsemi fiskeldis

Málsnúmer 202305043

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023

Umhverfisstofnun óskar umsagnar Norðurþings um hvort starfsemi N-lax, annarsvegar í Auðbrekku á Húsavík og hinsvegar á Laxamýri, samræmist gildandi aðalskipulagi hvað varðar landnotkun og byggðaþróun og sé í samræmi við samþykkta notkun fasteigna.
Í gildandi deiliskipulagi Auðbrekku, sem samþykkt var í sveitarstjórn 1. desember 1992, er gert ráð fyrir að klakstöðin verði áfram þar sem hún var byggð. Fiskeldi þar er því í samræmi við gildandi deiliskipulag. Fyrir mistök hefur fiskeldislóðin þó verið felld undir íbúðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Horft er til þess að leiðrétta það við endurskoðun aðalskipulagsins.
Fiskeldi á Laxamýri er á iðnaðarsvæði I1 þar sem gert er ráð fyrir áframhaldandi fiskeldi í gildandi aðalskipulagi. Ekki er til deiliskipulag af svæðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð lítur því svo á að fiskeldi N-lax í Auðbrekku og á Laxamýri séu í samræmi við skipulag hvað varðar landnotkun og samþykkta notkun fasteigna.