Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar fyrir Bjarnabúð, Garðarsbraut 12
Málsnúmer 202305053
Vakta málsnúmerSkipulags- og framkvæmdaráð - 156. fundur - 16.05.2023
Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Garðarsbraut 12. Meðfylgjandi umsagnarbeiðni er teikning af fyrirkomulagi gistirýma í kjallara hússins. Slökkviliðsstjóri hefur veitt byggingarfulltrúa jákvæða umsögn vegna breyttrar nýtingar kjallara hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja breytingu innréttingar kjallara hússins til samræmis við framlagða teikningu og í kjölfarið að veita jákvæða umsögn vegna rekstarleyfis til sýslumanns.