Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

193. fundur 09. júlí 2024 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings í suðurbæ Húsavíkur

Málsnúmer 202405077Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í suðurbæ Húsavíkur, nýtt deiliskipulag í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls - Hjarðarholts. Umsagnir og athugasemdir bárust frá 18 aðilum. Umsögnum skiluðu: 1. Slökkvilið Norðurþings 2. Vegagerðin. 3. Minjastofnun. 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. 5. Sigurjón Pálsson. 6. Þórunn Harðardóttir. 7. Ásrún Árnadóttir. 8. Óskar Þórður Kristjánsson. 9. Sigríður Þórdís Einarsdóttir. 10. Óli Halldórsson. 11. Gb5 ehf. 12. Reinhard Reynisson. 13. Haraldur Reinhardsson. 14. Birgitta Bjarney Svavarsdóttir. 15. Halldór Valdimarsson og Þorkell Björnsson. 16. Guðrún Kristinsdóttir. 17. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. 18. Skipulagsstofnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar umsagnir og athugasemdir. Horft verður til þeirra við mótun skipulagstillagna eftir því sem tilefni er til.

Athugasemdir einstaklinga og Gb5 ehf snúa að mestu að því að ekki eigi í aðalskipulagi að heimila uppbyggingu nýs verslunar- og þjónustusvæðis sunnan núverandi íbúðarbyggðar, heldur eigi frekar að horfa til uppbyggingar matvöruverslunar í miðbæ Húsavíkur. Fyrir liggur beiðni til Norðurþings frá aðila um lóð til uppbyggingar stórrar matvöruverslunar, auk annarar þjónustu, sunnan núverandi byggðar. Ljóst er að sveitarfélagið hefur ekki lóð sem hentar undir þá uppbyggingu nærri miðbæ og því væri uppbygging stórrar matvöruverslunar háð uppkaupum á lóðarréttindum og/eða samstarfi milli fyrirliggjandi lóðarhafa, sveitarfélags og framkvæmdaaðila. Enn hafa að mati skipulagsráðs ekki komið neinar ákjósanlegar lausnir þar að lútandi þó gildandi aðalskipulag hafi heimilað það til langs tíma. Ráðið telur raunar á margan hátt heppilegast að stór matvöruverslun rísi utan núverandi miðbæjar svo ekki komi til þeirrar umferðaraukningar í miðbænum sem uppbygging stórar matvöruverslunar þar hefði í för með sér. Nú þegar er umtalsverð bílaumferð um miðbæ Húsavíkur, einkum að sumarlagi, þrátt fyrir að núverandi aðal matvöruverslun sé talsvert sunnan miðbæjar. Ráðið tekur ekki undir sjónarmið sem fram koma í athugasemdum um að nýtt þjónustusvæði í suðurbæ brjóti gegn ákvæðum landskipulagsstefnu, enda gert ráð fyrir að áfram verði gott aðgengi að verslun og þjónustu í miðbænum. Ráðið vill því halda áfram vinnu við breytingu aðalskipulagsins til samræmis við umfjöllun skipulagslýsingarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulags til samræmis við umfjöllun skipulagslýsingarinnar.

2.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna nýs iðnaðarsvæðis í landi Akursels í Öxarfirði og breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri. Umsagnir bárust frá 1. Fiskistofu. 2. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 3. Minjastofnun Íslands. 4. Rarik. 5. Umhverfisstofnun. 6. Hverfisráði Öxarfjarðar. 7. Náttúrufræðistofnun Íslands.
1.1. Fiskistofa bendir á að ekki sé fjallað um möguleg áhrif á náttúrulega laxfiskastofna í umhverfismatsskýrslu með kynntum skipulagsbreytingum.
1.2. Fiskistofa bendir á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 m frá bakka kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu. Með umsókn þar að lútandi skal fylgja umsögn sérfræðings vegna hugsanlegra áhrifa á lífríkið og umsögn viðkomandi veiðifélags.
2. HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
4. RARIK áréttar að aðveitustöðin í Núpsmýri og allar lagnir að henni þurfa að vera áfram til staðar innan skipulagssvæðis.
5.1. Umhverfisstofnun minnir á ákvæði skipulagslaga og náttúruverndarlaga um almannarétt til umferðar um vatns-, ár- og sjávarbakka. Óheimilt sé að setja girðingu á vatnsbakka þannig að hindri umferð gangandi manna.
5.2. Umhverfisstofnun vekur athygli á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011 þar sem markmið er að vernda allt vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi í landi Akursels vegna fiskeldis að Núpsmýri þurfi að vera í samræmi við stefnumörkun vatnaáætlunar. Áður en viðeigandi stjórnvöld veita leyfi til starfseminnar verður að liggja fyrir mat á áhrifum á vatnshlot og hvort framkvæmdin geti valdið því að umhverfismarkmið vatnshlotanna náist ekki.
5.3. Stefna stjórnvalda felur í sér að hætta skuli alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og hefur UST unnið leiðbeiningar til aðila í fiskeldi á landi um endurnýtingarmöguleika fastefna úr frárennsli. Ef nota á fastefni sem áburðarefni skal leita samþykkis Matvælastofnunar.
5.4. Umhverfisstofnun bendir á að hugað sé að fuglalífi við framkvæmdir skv. skipulagstillögunum. Mikilvægt sé að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
5.5. Umhverfisstofnun bendir á að skilt sé að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, vegna allra framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Ákveði leyfisveitandi að veita leyfi til framkvæmda á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skal hann rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu. Einnig skal gera grein fyrir fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum.
6. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
7.1. Náttúrufræðistofnun minnir á ítarlega umsögn stofnunarinnar við kynningu skipulagslýsingar (2022) og bendir á að umfjöllun þar er í fullu gildi innan núverandi afmörkunar skipulagstillagna.
7.2. Náttúrufræðistofnun telur nokkuð þétt varp svartbaks á skipulagssvæðinu. Í ljósi þess að svartbakur er skilgreindur sem tegund í hættu er mikilvægt að vernda varpstöðvar hans. Væntanlegar framkvæmdir gætu haft áhrif á varp svartbaks á Oddsnesi og afla þarf nýrra gagna um stöðu varpsins þar til að leggja mat á hversu afdrifaríkt slíkt rask getur orðið. Mikilvægt er að framkvæmdir verði utan varptíma til að lágmarka áhrif á varpfugla.
7.3. Á Austursandi eru gasaugu á landi sem er óalgengt. Mikilvægt er að gasaugun verði vöktuð svo hægt verði að grípa til aðgerða ef nýting jarðhita fyrir fiskeldi hefur neikvæð áhrif á þau.
7.4. Gera þarf betri grein fyrir losun eða förgun lífrænna efna sem skapast við fiskeldið (mykjutankur) og áhrif þess á lífríki svæðisins í sjó og á landi.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir. Ráðið telur að ofangreindar umsagnir gefi ekki tilefni til að breyta tillögu að þeirri breytingu aðalskipulags sem kynnt var. Tekið verði á athugasemdunum með lagfæringum á deiliskipulagstillögu.

Aftur verði fjallað um skipulagstillöguna þegar fyrir liggur tillaga að lagfæringum deiliskipulagstillögunnar m.t.t. framkominna umsagna.

3.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu á aðalskipulagi vegna nýs iðnaðarsvæðis í landi Akursels í Öxarfirði og breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri. Umsagnir bárust frá 1. Fiskistofu. 2. Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra. 3. Minjastofnun Íslands. 4. Rarik. 5. Umhverfisstofnun. 6. Náttúrufræðistofnun Íslands. 7. Hverfisráði Öxarfjarðar.
1.1. Fiskistofa bendir á að ekki sé fjallað um möguleg áhrif á náttúrulega laxfiskastofna í umhverfismatsskýrslu með kynntum skipulagsbreytingum.
1.2. Fiskistofa bendir á að framkvæmdir í eða við veiðivatn, allt að 100 m frá bakka kunni að vera háðar leyfi Fiskistofu. Með umsókn þar að lútandi skal fylgja umsögn sérfræðings vegna hugsanlegra áhrifa á lífríkið og umsögn viðkomandi veiðifélags.
2. HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
3. Minjastofnun gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
4. RARIK áréttar að aðveitustöðin í Núpsmýri og allar lagnir að henni þurfa að vera áfram til staðar innan skipulagssvæðis.
5.1. Umhverfisstofnun minnir á ákvæði skipulagslaga og náttúruverndarlaga um almannarétt til umferðar um vatns-, ár- og sjávarbakka. Óheimilt sé að setja girðingu á vatnsbakka þannig að hindri umferð gangandi manna.
5.2. Umhverfisstofnun vekur athygli á lögum um stjórn vatnamála nr. 36/2011 þar sem markmið er að vernda allt vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi og deiliskipulagi í landi Akursels vegna fiskeldis að Núpsmýri þurfi að vera í samræmi við stefnumörkun vatnaáætlunar. Áður en viðeigandi stjórnvöld veita leyfi til starfseminnar verður að liggja fyrir mat á áhrifum á vatnshlot og hvort framkvæmdin get valdið því að umhverfismarkmið vatnshlotanna náist ekki.
5.3. Stefna stjórnvalda felur í sér að hætta skuli alfarið urðun lífbrjótanlegs úrgangs og hefur UST unnið leiðbeiningar til aðila í fiskeldi á landi um endurnýtingarmöguleika fastefna úr frárennsli. Ef nota á fastefni sem áburðarefni skal leita samþykkis Matvælastofnunar.
5.4. Umhverfisstofnun bendir á að hugað sé að fuglalífi við framkvæmdir skv. skipulagstillögunum. Mikilvægt sé að framkvæmdir á svæðinu séu utan varptíma fugla.
5.5. Umhverfisstofnun bendir á að skilt sé að afla framkvæmdaleyfis, eða eftir atvikum byggingarleyfis, vegna allra framkvæmda sem fela í sér röskun á svæðum sem njóta sérstakrar verndar. Ákveði leyfisveitandi að veita leyfi til framkvæmda á svæðum sem njóta sérstakrar verndar skal hann rökstyðja þá ákvörðun sérstaklega og gera grein fyrir öðrum kostum sem skoðaðir hafa verið sem mögulegir valkostir við útfærslu framkvæmdarinnar og ástæuðum þess að þeir urðu ekki fyrir valinu. Einnig skal gera grein fyrir fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum.
6. Hverfisráð Öxarfjarðar gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
7.1. Náttúrufræðistofnun telur nokkuð þétt varp svartbaks á skipulagssvæðinu. Í ljósi þess að svartbakur er skilgreindur sem tegund í hættu er mikilvægt að vernda varpstöðar hans. Væntanlegar framkvæmdir innan skipulagssvæðis gætu haft áhrif á varp svartbaks á Oddsnesi og afla þarf nýrra gagna um stöðu varpsins þar til að leggja mat á hversu afdrifaríkt slíkt rask getur orðið. Mikilvægt er að framkvæmdir verði utan varptíma til að lágmarka áhrif á varpfugla.
7.2. Á Austursandi eru gasaugu á landi sem er óalgengt. Mikilvægt er að gasaugum verði vöktuð svo hægt verði að grípa til aðgerða ef nýting jarðhita fyrir fiskeldi hefur neikvæð áhrif á þau.
7.3. Gera þarf betri grein fyrir losun eða förgun lífrænna efna sem skapast við fiskeldið (mykjutankur) og áhrif þess á lífríki svæðisins í sjó og á landi.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar umsagnir og óskar þess að gerðar verði eftirfarandi breytingar á deiliskipulagstillögu í ljósi þeirra athugasemda sem fram koma í umsögnum:
1. Fjalla þarf um möguleg áhrif stækkunar fiskeldisins á náttúrulega laxfiskastofna í umhverfisskýrslu deiliskipulagsins.
2. Bæta skal í greinargerð deiliskipulagstillögunnar umfjöllun um að mögulega þurfi að afla leyfis hjá Fiskistofu vegna framkvæmda nær veiðivatni en 100 m.
3. Bæta þarf í umfjöllun greinargerðar að aðveitustöð RARIK og lagnir að henni verði áfram til staðar innan skipulagssvæðisins.
4. Bæta þarf í greinargerð umfjöllun um almannarétt við ár- og sjávarbakka sbr. umsögn UST.
5. Bæta þarf í greinargerð umhverfisskýrslu umfjöllun um möguleg áhrif starfsemi á aðliggjandi vatnshlot sbr. umsögn UST.
6. Bæta þarf í greinargerð deiliskipulagsins umfjöllun um framkvæmdaleyfi á svæðum sem njóta sérstakrar verndar sbr. umsögn UST.
7. Bæta þarf í greinargerð upplýsingum um varp svartbaks á skipulagssvæðinu og að framkvæmdaaðili þurfi að afla nýrra gagna um stöðu varpsins áður en framkvæmdaleyfi verði veitt. Ennfremur komi fram að framkvæmdir á svæðinu skuli sem mest vera utan varptíma fugla.
8. Bæta þarf í greinargerð umfjöllun um vöktun gasaugna á Austursandi vegna aukinnar nýtingar jarðhita á skipulagssvæðinu.
9. Í umhverfisskýrslu þarf að fjalla nánar um losun og förgun lífrænna efna sem skapast við fiskeldið og áhrif þess á lífríki svæðisins í sjó og á landi.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að láta vinna ofangreindar lagfæringar á deiliskipulagstillögu og kynna tillögu þar að lútandi fyrir ráðinu við fyrsta tækifæri.

4.Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág

Málsnúmer 202405078Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í suðurbæ Húsavíkur, nýtt deiliskipulag þjónustusvæðis í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls og Hjarðarholts. Umsagnir og athugasemdir bárust frá 18 aðilum. 1. Slökkvilið Norðurþing 2. Vegagerðin. 3. Minjastofnun. 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. 5. Sigurjón Pálsson. 6. Þórunn Harðardóttir. 7. Ásrún Árnadóttir. 8. Óskar Þórður Kristjánsson. 9. Sigríður Þórdís Einarsdóttir. 10. Óli Halldórsson. 11. Gb5 ehf. 12. Reinhard Reynisson. 13. Haraldur Reinhardsson. 14. Birgitta Bjarney Svavarsdóttir. 15. Halldór Valdimarsson og Þorkell Björnsson. 16. Guðrún Kristinsdóttir. 17. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. 18. Skipulagsstofnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir verslunar- og þjónustusvæði í Aksturslág.

5.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna aðalskipulagsbreytingar í suðurbæ Húsavíkur, nýtt deiliskipulag þjónustusvæðis í Aksturslág og breytingu deiliskipulags Stórhóls - Hjarðarholts. Umsagnir og athugasemdir við skipulagslýsinguna bárust frá 18 aðilum, en það af lítur ráðið svo á að aðeins tvær umsagnir snúi með beinum hætti að breytingu deiliskipulags Stórhóls-Hjarðarholts. 1. Minjastofnun og 2. Vegagerðin.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulagsins.

6.Landsvirkjun sækir um leyfi til borunar vöktunarholu sunnan Höskuldsvatns

Málsnúmer 202407042Vakta málsnúmer

Landsvirkjun óskar eftir heimild til borunar vöktunarholu sunnan Höskuldsvatns í Norðurþingi. Afstaða fyrirhugaðrar holu er sýnd á uppdrætti. Hún yrði 15-20 m frá vegbrún og aðkoma að henni frá fyrirliggjandi slóða. Borun færi fram af röskuðu svæði en jafna þyrfti undir bor. Gert er ráð fyrir að holan verði fóðruð með 7" fóðringu og boruð niður á 70 m dýpi. Að verki loknu muni holutoppur standa upp úr jöfnuðu plani um því sem næst 40 cm. Framkvæmdaaðili hefur haft samráð við landeigendur að Skarðaborg, Skörðum og Einarsstöðum sem munu hafa samþykkt framkvæmdina fyrir sitt leiti. Ennfremur hefur verið haft samráð við Vegagerðina sem ekki hefur athugasemdir við framkvæmdina.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykki erindið með þeim fyrirvara að skriflegu samþykki landeigenda verði skilað til byggingarfulltrúa.

7.Sigríður Kr Benjamínsdóttir fh.dánarbús Einars Ófeigs Magnússonar, óskar hér með eftir stofnun tveggja lóðu úr jörðinni Víðinesi

Málsnúmer 202407044Vakta málsnúmer

Sigríður Kr. Benjamínsdóttir, f.h. dánarbús Einars Ófeigs Magnússonar, óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir stofnun tveggja lóða úr jörðinni Víðinesi. Lóðirnar fái heitin Víðines 1 og Víðines 2. Víðnes 1 er 575 m² að flatarmáli undir fyrirliggjandi íbúðarhúsi og Víðines 2 er 323 m² undir fyrirliggjandi frístundahúsi. Fyrir liggur merkjalýsing fyrir lóðirnar sem unnin er af Hermanni Herbertssyni merkjalýsanda hjá Faglausn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að stofnun lóðanna og nöfn þeirra verði samþykkt.

8.Skipun starfshóps um byggingu nýs leikskóla

Málsnúmer 202309127Vakta málsnúmer

Á 187. fundi fjölskylduráðs 04.06.2024 var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir að vísa tillögu 1 frá starfshópi um byggingu nýs leikskóla til umfjöllunar í sveitarstjórn. Tillagan felur í sér að byggður verði leikskóli fyrir eldri börn á lóð við hlið Framhaldsskólans að Stóragarði.

Á 146. fundi sveitarstjórnar 27.06.2024, var eftirfarandi bókað: Til máls tóku: Helena, Aldey og Hafrún.

Tillaga fjölskylduráðs er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar í haust.

9.Fjallskil á Melrakkasléttu, ósk um tvær aðalréttir, Leirhafnarrétt og Höfðarétt

Málsnúmer 202407009Vakta málsnúmer

Ábúendur á Höfða við Raufarhöfn óska eftir breytingu fjallskilasamþykkta Norðurþings þess efnis að í Sléttudeild verði hér eftir tvær aðalréttir, ein austast og nefnist Höfðarétt og hin eins og verið hefur vestast og nefnist hún áfram Leirhafnarrétt.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að óska eftir umsögn fjallskilastjóra Melrakkasléttu.

10.Tillaga um flutning á frisbígolfvelli innan Húsavíkur

Málsnúmer 202406079Vakta málsnúmer

Á 146. fundi sveitarstjórnar 27.06.2024 var eftirfarandi bókað: Til máls tók: Hjálmar, Benóný og Aldey.

Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissvið að kostnaðarmeta framkvæmdina.

11.Tillaga um uppsetningu á sviði í Skrúðgarðinn á Húsavík

Málsnúmer 202406080Vakta málsnúmer

Á 146. fundi sveitarstjórnar 27.06.2024, var eftirfarandi bókað: Til máls tóku: Hjálmar, Ingibjörg og Hafrún.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka saman kostnað við uppbyggingu sviðs við Kvíabekk og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 15:00.