Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels
Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti bréf Skipulagsstofnunar dags. 20. desember 2024 þar sem farið er fram á úrbætur á breytingu aðalskipulags vegna stækkunar fiskeldis í Núpsmýri í Öxarfirði. Þar fyrir utan er vísað í fundargerð skipulags- og framkvæmdaráðs frá 9. júlí s.l. þar sem þær ábendingar sem bárust við kynningu aðalskipulagstillögunnar eru færðar inn.
Skipulagsráðgjafi hefur lagt fram tillögu að lagfæringu aðalskipulagstillögunnar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsuppdrættir eru nú settir fram á A3 blaði og greinargerð og umhverfismatsskýrsla verða að sjálfstæðu skjali. Ítarlegri skipulagsákvæði hafa verið sett um landnotkunarreit I3 og umhverfismatsskýrsla er nú sett fram í heild sinni í greinargerðina.
Skipulagsráðgjafi hefur lagt fram tillögu að lagfæringu aðalskipulagstillögunnar til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulagsuppdrættir eru nú settir fram á A3 blaði og greinargerð og umhverfismatsskýrsla verða að sjálfstæðu skjali. Ítarlegri skipulagsákvæði hafa verið sett um landnotkunarreit I3 og umhverfismatsskýrsla er nú sett fram í heild sinni í greinargerðina.
Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 9. júlí s.l. var sú afstaða tekin að breyta ekki aðalskipulagstillögunni vegna þeirra umsagna sem bárust, heldur taka á þeim með lagfæringum á þeirri deiliskipulagsbreytingu sem kynnt var samhliða. Þær lagfæringar deiliskipulagsins eru bókaðar í sömu fundargerð. Ráðið telur ekki tilefni til að setja almenn ákvæði um verndun vatnshlota og vistgerða í þessa breytingu aðalskipulags enda málefni sem verður nánar fjallað um í heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings sem nú er í kynningu. Ráðið telur ekki tilefni til þess að setja ákvæði í aðalskipulagsbreytinguna varðandi rekstur eða framkvæmdir. Skipulags- og framkvæmdaráð telur því að fyrirliggjandi tillaga að breytingu aðalskipulags sé fullnægjandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu aðalskipulags iðnaðarsvæðis í landi Akursels verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska staðfestingar gildistöku til Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu aðalskipulags iðnaðarsvæðis í landi Akursels verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að óska staðfestingar gildistöku til Skipulagsstofnunar.
2.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri
Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer
Með bréfi dags. 20. desember 2024 óskaði Skipulagsstofnun eftir lagfæringum á aðalskipulagsbreytingu fyrir iðnaðarsvæði umhverfis fiskeldið eins og bókað er hér að framan. Inn á deiliskipulagsuppdrátt hefur nú verði færð inn mynd úr breyttu aðalskipulagi skv. bókun hér að framan.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að þessi lagfærða tillaga að deiliskipulagi verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku þess þegar aðalskipulagsbreytingin hefur öðlast gildi.
3.Breyting aðalskipulags vegna þjónustusvæðis í Aksturslág
Málsnúmer 202411088Vakta málsnúmer
Fyrir liggur vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna verslunar- og þjónustusvæðis í Aksturslág sem unnin er af skipulagsráðgjöfum Eflu.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna vinnslutillöguna til samræmis við ákvæði skipulagslaga.
4.Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág
Málsnúmer 202405078Vakta málsnúmer
Fyrir liggur vinnslutillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæði í Aksturslág. Tillagan er unnin af skipulagsráðgjöfum Eflu og er sett fram sem uppdráttur (A1) og greinargerð.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna vinnslutillögu deiliskipulagsins skv. ákvæðum skipulagslaga.
5.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt
Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer
Fyrir liggur vinnslutillaga að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Stórhóls/Hjarðarholts. Tillagan er unnin af skipulagsráðgjöfum Eflu og er sett fram sem uppdráttur (A1) og greinargerð. Einnig fylgja skýringarmynd, sneiðingamynd, þrívíddarmyndir og skuggavarpsmynd vegna þéttingar byggðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna vinnslutillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
6.Breyting deiliskipulags suðurhafnarsvæðis
Málsnúmer 202501027Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags suðurhafnarsvæðis. Í grunninn er tillagan unnin vegna sameininga fjögurra lóða í Suðurgarð 4. Í ljósi þess að GPG fiskverkun nýtir minna pláss til suðurs en gert var ráð fyrir í gildandi deiliskipulagi skapast þar rýmildi fyrir nýja lóð syðst sem fær heitið Búðarfjara 1. Lóðarhafi Búðarfjöru 1 (sem við breytinguna verður Búðarfjara 3) hefur óskað eftir að mænisstefnu húss verði snúið, hámarksvegghæð og mænishæð verði aukin í 8 m og 10 m (úr 7 m og 9 m) og heimilað verði nýtingarhlutfall 0,6 og felur skipulagstillagan tillögu að þeim breytingum. Sömu ákvæði gildi um allar lóðir innan athafnasvæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga.
7.Ósk um umsögn vegna rekstrarleyfi veitinga vegna Golfskálans á Húsavík
Málsnúmer 202412062Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til handa Hauki Inga Ákasyni til sölu veitinga í Golfskálanum á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn Norðurþings um rekstrarleyfið.
8.Ósk um frest til að skila inn gögnum vegna úthlutunar lóðar
Málsnúmer 202501005Vakta málsnúmer
Bolverk ehf óskar eftir framlengdum fresti til að skila inn teikningum af húsi á lóð nr. 5 við Urðargerði.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að veita lóðarhafa frest til loka apríl n.k. til að skila inn fullnægjandi teikningum af húsi á lóðina.
9.A.G verk ehf.sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir gám að Aðalbraut 16
Málsnúmer 202501009Vakta málsnúmer
AG verk ehf óskar stöðuleyfis til þriggja ára fyrir 40 feta gám á lóðinni að Aðalbraut 16 á Raufarhöfn. Erindi fylgir afstöðumynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi fyrir gámnum til 12 mánaða, að því tilskyldu að umsækjandi skili inn skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa að Aðalbraut 16a.
10.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði
Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti stöðu á hönnun og fyrirhuguðu útboðsferli viðbyggingar við Borgarhólsskóla.
Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðinu gang mála. Hönnun hefur gengið vel og samkvæmt áætlun.
Ráðið ákveður að bjóða verkið út í tveimur hlutum samkvæmt tillögu hönnuða, annars vegar byggingu húss og frágang utanhúss og hins vegar frágang innanhúss.
Reiknað er með að útboðsgögn fyrri hluta verksins verði tilbúin í byrjun febrúar.
Ráðið ákveður að bjóða verkið út í tveimur hlutum samkvæmt tillögu hönnuða, annars vegar byggingu húss og frágang utanhúss og hins vegar frágang innanhúss.
Reiknað er með að útboðsgögn fyrri hluta verksins verði tilbúin í byrjun febrúar.
11.Útboð sorphirðu 2025
Málsnúmer 202412033Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti drög að nýrri samþykkt um sorphirðu í Norðurþingi. Einnig kynnt gögn varðandi fyrirhugað útboð á sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram og ljúka við útboðsgerð. Útboðsgögn verða kynnt fyrir ráðinu að nýju.
12.Dýraeftirlitsmaður Norðurþings
Málsnúmer 202409019Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs lagði fram minnisblað og bar upp tillögu um starf dýraeftirlitsmanns í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu sviðsstjóra og felur honum að auglýsa eftir verktaka í dýraeftirlit.
13.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings
Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer
Kynningarferli fyrir umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings lauk um miðjan desember 2024. Ein umsögn barst, frá Náttúrustofu Norðausturlands. Þegar höfðu borist umsagnir frá nefndum og ráðum Norðurþings sem voru teknar fyrir á 203. fundi ráðsins.
Sviðsstjóri lagði fram endanlega tillögu að stefnunni ásamt aðgerðarðáætlun fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Sviðsstjóri lagði fram endanlega tillögu að stefnunni ásamt aðgerðarðáætlun fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir lokadrög að umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings og vísar stefnunni til samþykktar í sveitarstjórn.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Náttúrstofu Norðausturlands fyrir umsögn með athugasemdum.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Náttúrstofu Norðausturlands fyrir umsögn með athugasemdum.
14.Endurnýjun á gervigrasi á PCC vellinum á Húsavík
Málsnúmer 202408042Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur vinnuskjal um vegna ákörðunar um gervigras á PCC vellinum.
Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvort skuli velja gervigras með púða eða án púða.
Fyrir liggur að taka ákvörðun um hvort skuli velja gervigras með púða eða án púða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að bjóða út gervigras án púða þar sem það uppfyllir reglugerðir FIFA og er talinn betri kostur miðað við veðurfarslegar aðstæður.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, sat fundinn undir liðum 10-14.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 14.