Fara í efni

Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 458. fundur - 07.03.2024

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar drög að hönnunarsamningi og tímalína vegna byggingar á fjölnotahúsnæði við Borgarhólsskóla.
Samkvæmt tímalínu hönnunar og vinnu við skipulag má gera ráð fyrir því að framkvæmdir við húsnæðið geta hafist í upphafi næsta árs.

Fjölskylduráð - 183. fundur - 16.04.2024

Drög að teikningum fjölnota húsnæðis við Borgarhólsskóla eru lögð fram til kynningar.
Fjölskylduráð þakkar Sigríði og Ástríði frá Basalt arkitektum fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna tillögurnar fyrir stjórnendum á sviðinu. Fjölskylduráð fjallar aftur um málið á næsta fundi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Sigríður Sigþórsdóttir og Ástríður Magnúsdóttir arkitektar hjá Basalt arkitektum mættu á fundinn og kynntu drög að hönnun á fjölnota húsnæði við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sigríði og Ástríði fyrir kynninguna.

Fjölskylduráð - 184. fundur - 23.04.2024

Á 183. fundi fjölskylduráðs 16.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar Sigríði og Ástríði frá Basalt arkitektum fyrir kynninguna. Ráðið felur sviðsstjóra velferðarsviðs að kynna tillögurnar fyrir stjórnendum á sviðinu. Fjölskylduráð fjallar aftur um málið á næsta fundi.
Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að unnið verði áfram með tillögu 1.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 187. fundur - 23.04.2024

Fundur hófst á sameiginlegum fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og fjölskylduráðs þar sem farið var yfir þrjár tillögur að byggingu fjölnota húsnæðis við Borgarhólsskóla. Á 184. fundi fjölskylduráðs, 23.04.2024, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til við skipulags- og framkvæmdaráð að unnir verði áfram með tillögu 1.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram samkvæmt tillögu 1.