Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

211. fundur 18. febrúar 2025 kl. 13:00 - 16:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Arna Ýr Arnarsdóttir varamaður
  • Alexander Gunnar Jónasson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
  • Líney Gylfadóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Fundargerð ritaði: Líney Gylfadóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sat fundinn undir lið 1.
Kristinn Jóhann Ásgrímsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði, sat fundinn undir lið 1.
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri sat fundinn undir liðum 3-8.

Eiður Pétursson, kjörinn fulltrúi, sat fundinn (í fjarfundi) undir lið 2.

Sævar Freyr Sigurðsson, ráðgjafi frá Kvöðli, sat fundinn undir lið 1.

Edda Sif Pind Aradóttir, forstjóri Carbfix, og Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, sátu fundinn (í fjarfundi) undir lið 2.

1.Útboð sorphirðu 2025

Málsnúmer 202412033Vakta málsnúmer

Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni um útboð sorphirðu.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sævari Frey Sigurðssyni, ráðgjafa frá Kvöðli, fyrir komuna á fundinn og kynninguna.

2.Sameiginleg yfirlýsing Carbfix hf.og sveitarfélagsins Norðurþings.

Málsnúmer 202502034Vakta málsnúmer

Byggðarráð hefur vísað sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins og Carbfix hf. til afgreiðslu í sveitarstjórn. Á fundi byggðarráðs kom fram vilji til þess að verkefnið yrði jafnframt kynnt í skipulags- og framkvæmdaráði og fyrir sveitarstjórnarfulltrúum þar sem sveitarstjórn mun taka viljayfirlýsinguna til afgreiðslu á fundi sínum 27. febrúar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Eddu Sif Pind Aradóttur og Ólafi Elínarsyni frá Carbfix fyrir komuna á fundinn og kynninguna.

3.Endurskoðun samþykktar um gatnagerðargjöld o.fl.gjöld.

Málsnúmer 202502039Vakta málsnúmer

Eysteinn Heiðar Kristjánsson óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð fari yfir og endurskoði samþykktir um gatnagerðagjöld, stofngjald fráveitu, byggingarleyfisgjald, gjöld vegna skipulagsvinnu og afgreiðslu- og þjónustugjöld í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju.

4.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri kynnir stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

Alexander Gunnar Jónasson fyrir hönd M-lista samfélagsins óskar bókað:
Augljóst er að hægt er að fara umtalsvert betur með almannafé með einfaldari hönnun og hagsýni að leiðarljósi á viðbyggingu þessari. Sem svipar jafnframt nær útliti þeirra bygginga sem fyrirhuguð viðbygging tengist við. Án þess að það komi niður á gæðum eða aðstöðu, þvert á móti tel ég að ef hönnun viðbyggingar hefði verið einfölduð myndu gæði hennar margfaldast og möguleikarnir á aðstöðu aukast enn frekar.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs óskar bókað:
Norðurþing er skuldbundið arkítekt viðbyggingar Borgarhólsskóla er varðar tengibyggingu þessa.
Búið er að kynna hönnun ítrekað fyrir ráðinu og brugðist hefur verið við flestum þeim athugasemdum sem fram hafa komið. Nú þegar komið er að útboði verksins myndi það setja byggingu frístundar- og félagsmiðstöðvar í uppnám ef taka ætti tillit til ofangreindrar bókunar fulltrúa M-lista samfélagsins.
Arna Ýr Arnarsdóttir
Eysteinn Heiðar Kristjánsson
Ingibjörg Benediktsdóttir
Rebekka Ásgeirsdóttir
Soffía Gísladóttir

5.Útboð - Norðurþing, PCC völlurinn - Endurnýjun gervigrass

Málsnúmer 202501114Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur minnisblað um niðurstöðu opnunar tilboða í endurnýjun gervigrass á PCC vellinum.
Lagt fram til kynningar.

6.Upplýsingar um stöðu húsnæðismála þjónustumiðastöðvarinnar á Húsavík

Málsnúmer 202502050Vakta málsnúmer

Fyrir hönd V-lista óskar Ingibjörg Benediktsdóttir eftir upplýsingum á stöðu húsnæðismála þjónustumiðstöðvarinnar á Húsavík.
Bergþór Bjarnason upplýsti ráðið um stöðu mála.

7.Hverfisráð Raufarhafnar 2023-2025

Málsnúmer 202401123Vakta málsnúmer

Byggðarráð vísar liðum 2 og 3 í fundargerðinni til skipulags- og framkvæmdaráðs. Í 2. lið fundargerðarinnar hvetur hverfisráð til þess að unnið verði deiliskipulag á Raufarhöfn með það að markmiði að útvega par- og raðhúsalóðir auk þess sem vöntun sé á iðnaðarlóðum á Raufarhöfn. Ennfremur hvetur ráðið til þess að tekið verði upp samtal við Byggðastofnun vegna tilraunaverkefnis sem felur í sér byggingu iðnaðarbila. Í 3. lið fundargerðar ítrekar hverfisráð fyrri bókanir vegna götulýsingar á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð horfir til þess að hefja deiliskipulagsvinnu á Raufarhöfn á yfirstandandi ári. Enn hefur þó ekki verið ákveðið hvaða svæði verður tekið undir í skipulagsvinnunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að taka hugmyndir um lýsingu við Aðalbraut til umræðu við umferðaröryggisdeild Vegagerðarinnar á næsta samráðsfundi.

8.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi kynnti bréf Skipulagsstofnunar vegna deiliskipulags íbúðarsvæðis á Kópaskeri. Í bréfinu eru ábendingar um úrbætur sem gera þurfi á deiliskipulaginu áður en gildistaka þess verður auglýst. Fyrir liggur tillaga að lagfærðum skipulagsuppdrætti.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lagfærð deiliskipulagstillaga verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.

9.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningartíma vinnslutillögu aðalskipulags. Hátt í 70 umsagnir bárust sem aðgengilegar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að vinna úr innsendum athugasemdum.

10.Breyting aðalskipulags vegna þjónustusvæðis í Aksturslág

Málsnúmer 202411088Vakta málsnúmer

Nú er kynningu vinnslutillögubreytingar aðalskipulags vegna þjónustusvæðis í Aksturslág lokið. Við kynninguna bárust 25 umsagnir sem aðgengilegar eru á Skipulagsgátt skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að vinna úr innsendum athugasemdum.

11.Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág

Málsnúmer 202405078Vakta málsnúmer

Nú er kynningu vinnslutillögu nýs deiliskipulags verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág lokið. Sex umsagnir bárust á kynningartíma sem aðgengilegar eru í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að vinna úr innsendum athugasemdum.

12.Breyting aðalskipulags Stórhóll - Hjarðarholt

Málsnúmer 202409090Vakta málsnúmer

Nú er kynningu vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna þéttingar íbúðarbyggðar á skipulagssvæðinu Stórhóll - Hjarðarholt lokið. Umsagnir eru aðgengilegar á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að vinna úr innsendum athugasemdum.

13.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer

Nú er kynningu vinnslutillögubreytingar deiliskipulags Stórhóll - Hjarðarholt lokið. Tíu umsagnir bárust um deiliskipulagsbreytinguna sem aðgengilegar eru á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa að vinna úr innsendum athugasemdum.

Fundi slitið - kl. 16:00.