Fara í efni

Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 161. fundur - 20.06.2023

Nú liggur fyrir tillaga að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag íbúðarsvæðis á Kópaskeri. Markmið skipulagsins er að skipuleggja lóðir fyrir allt að 16 lóðir undir einbýlishús og parhús. Skipulagssvæðið er norðan Duggugerðis og norðurmörk þess liggja við núverandi skjólbelti í túni. Stærð skipulagssvæðis er 4,4 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 164. fundur - 15.08.2023

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna deiliskipulags íbúðarsvæðis á Kópaskeri. Umsagnir bárust frá 1) Umhverfisstofnun, bréf dags. 31. júlí, 2) Skipulagsstofnun, bréf dags. , 3. Minjastofnun, bréf dags. , 4) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, 5) Hverfisráð Öxarfjarðar og 6) Rarik.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram tillögu að deiliskipulagi íbúðarbyggðarinnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 171. fundur - 23.10.2023

Fyrir liggja fyrstu drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar á Kópaskeri. Skipulagshugmyndin nær til svæðis norðan Duggugerðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska umsagnar Hverfisráðs Öxarfjarðar um fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 175. fundur - 21.11.2023

Hverfisráð Öxarfjarðar hefur veitt umsögn um fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi á Íbúðasvæði Í1/Í2 á Kópaskeri. Ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi hugmyndir. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að breytingum skipulagstillögunnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna skipulagstillöguna með fyrrgreindum breytingum á opnu húsi samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í1 á Kópaskeri var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fyrir fundinn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftifarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fyrir fundinn.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 189. fundur - 14.05.2024

Nú er lokið kynningu á tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í1 á Kópaskeri. Umsagnir bárust frá Hverfisráði Öxarfjarðar, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Rarik, Minjastofun Íslands, Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.

Hverfisráð Öxarfjarðar, Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Rarik og Skipulagsstofnun gera ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.

Minjastofnun óskar eftir að byggingarár þegar byggðra húsa verði skráð í greinargerð deiliskipulagsins.

Umhverfisstofnun bendir á mikilvægi þess að fjalla ítarlegar um fráveitumál í greinargerð deiliskipulagsins. Stofnunin bendir á mikilvægi þess að fjallað sé nákvæmlega um hver staða fráveitumála sé í sveitarfélaginu, þar sem komi fram magn og umfang fráveitu, eðli hreinsivirkja og auk þess sé mikilvægt að það komi fram hvert sé ástand viðtakans. Ennfremur bendir stofnunin á að þar sem þörf sé á úrbótum í fráveitumálum þurfi að koma fram stefna sveitarfélagsins varðandi endurbætur og tímaramma endurbóta. Stofnunin telur mikilvægt að aðskilja regn- og skólpvatn til að minnka umfang fráveitunnar og hvetur sveitarfélagið til að skoða aðrar náttúrulegar lausnir s.s. blágrænar ofanvatnslausnir fremur en að veita ofanvatni í fráveitu sveitarfélagsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar umsagnir.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að fjalla eigi ítarlega um stöðu fráveitumála í sveitarfélaginu, ástand fráveituviðtaka eða stefnu sveitarfélagsins varðandi endurbætur fráveitukerfa í deiliskipulagi einstakra íbúðarsvæða. Stefnumörkun í fráveitumálum verður að vinna á öðrum vettvangi. Ráðið felst á að fella inn í greinargerð deiliskipulagsins umfjöllun um að horft verði til aðskildra fráveitulagna fyrir regnvatn og skólp á skipulagssvæðinu og að horft verði til blágrænna ofanvatnslausna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að uppfæra greinargerð skipulagstillögunnar með því að færa inn byggingarár þegar byggðra húsa.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að framan. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.