Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

175. fundur 21. nóvember 2023 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birna Björnsdóttir varamaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá
Bergþór Bjarnason, fjármálastjóri, sat fundinn undir lið 8.
Birna Björnsdóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1/Í2 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Hverfisráð Öxarfjarðar hefur veitt umsögn um fyrirliggjandi drög að deiliskipulagi á Íbúðasvæði Í1/Í2 á Kópaskeri. Ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi hugmyndir. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir tillögum að breytingum skipulagstillögunnar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna skipulagstillöguna með fyrrgreindum breytingum á opnu húsi samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

2.Umsókn um lóð undir dreifistöð við Ketilsbraut

Málsnúmer 202311072Vakta málsnúmer

Rarik ohf óskar eftir að fá úthlutað lóð undir spennistöð út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9. Meðfylgjandi erindi er tillaga að hnitsettri 24 m² lóð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúin verði lóð undir spennistöð út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9 og úthlutað til Rarik. Afmörkun lóðarinnar verði til samræmis við framlagðan hnitsettan lóðaruppdrátt og nýja lóðin fái heitið Ketilsbraut 7a.

3.Umsókn um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á landi Lóns 2

Málsnúmer 202311066Vakta málsnúmer

Guðríður Baldvinsdóttir, f.h. Lóns 2 ehf, óskar framkvæmdaleyfis fyrir skógrækt á 25,8 ha svæði í landi Lóns 2 í Kelduhverfi. Meðfylgjandi erindi er lýsing á fyrirhugaðri framkvæmd og hnitsettur uppdráttur sem sýnir afmörkun landsins. Fram kemur í umsókn að ekki séu skráðar fornminjar á umræddri landspildu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að veitt verði leyfi til skógræktar á svæðinu, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar.

4.Ósk um tímabundið rekstrarleyfi

Málsnúmer 202311079Vakta málsnúmer

Izabela Mikicka og Miroslaw Kuczynski óska eftir samþykki fyrir tímabundnu leyfi til langtímaleigu herbergja að Laugarbrekku 16.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggst gegn rekstrarleyfi til sölu gistingar í íbúðarhverfum í þéttbýli. Það er til samræmis við vinnureglur um umsagnir vegna rekstrarleyfa til sölu gistingar sem samþykktar voru í sveitarstjórn Norðurþings 28. september 2023.

5.Gjaldskrár framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202311034Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja gjaldskrár vegna landleigu og gámaleigu til umfjöllunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn;

Að hækka gjaldskrá um landleigu úr 6500 kr. í 7500 kr. per hektara á ári.

Að hækka gjaldskrá um gámaleigu í Haukamýri með eftirfarandi hætti;
20 feta gámur fari úr 3.000 kr. í 3500 kr. per. mánuð.
Bátakerra fari úr 3.000 kr. í 3500 kr per. mánuð.
40 feta gámur fari úr 6.000 kr. í 7000 kr. per. mánuð.

6.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi

Málsnúmer 202309045Vakta málsnúmer

Samningar um snjómokstur á Húsavík og Reykjahverfi veturinn 2023-2024 kynntir fyrir skipulags- og framvkæmdaráði.
Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti nýgerða samninga um snjómokstur á Húsavík og í Reykjahverfi fyrir veturinn 2022-2023. Samningarnir gilda fram á næsta vor.

Lagt fram til kynningar.

7.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi

Málsnúmer 202210111Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnir tvær tillögur, A og B, að veiðum á refum og minkum.
Tillaga A felur í sér að fastráða starfsmann í fullt starf til að sinna veiðum á refum og minkum í sveitarfélaginu öllu.
Tillaga B felur í sér að gerðir verði einstaka samningar við verktaka, bæði í refa- og minkaveiði. Heildarkostnaður verði að hámarki 12.8 millj. kr. á árinu 2024. Greitt verði sérstaklega fyrir skott, unnin greni og akstur vegna refaveiða.
Tillögu A er hafnað samhljóða.

Kristinn leggur fram breytingartillögu á leið B sem inniheldur breytingar á heildarupphæð sem fer í veiðar á refum og minkum verði að hámarki 8 millj. kr. árið 2024 og að ekki verði greitt kílómetragjald vegna refaveiða.
Tillögu Kristins er hafnað með atkvæðum Aldeyjar, Birnu og Soffíu. Birkir og Kristinn greiða atkvæðu með tillögunni.

Aldey, Birna og Soffía samþykkja að fara að breytingartillögu Kristins með þeim breytingum að heildarupphæð fyrir refa- og minkaveiði verði 10 millj. kr. á árinu 2024.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mun kynna tillögu að samningum vegna veiðanna fyrir ráðinu áður en þeir verða auglýstir.

8.Rekstur Tjaldsvæða Norðurþings 2024

Málsnúmer 202311073Vakta málsnúmer

Fyrir liggja gögn um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík fyrir árið 2023. Samningur við Völsung um rekstur tjaldsvæðisins hefur runnið sitt skeið. Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka þarf ákvörðun um rekstrarform tjaldsvæðisins fyrir árið 2024.
Fyrir ráðinu liggja einnig tillögur um endurnýjun þjónustuhúss á Tjaldsvæði Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða reksturinn á tjaldsvæðum sveitarfélagsins út og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga frá því.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir einnig að fjarlægja núverandi byggingar að undanskyldu geymsluhúsnæði og að byggt verði nýtt aðstöðuhús. Verkinu skal lokið í maí 2024.

9.Umhverfis- og loftlagsstefna Norðurþings

Málsnúmer 201707063Vakta málsnúmer

Ákvörðun skipulags- og framkvæmdaráðs um fyrirkomulag á vinnu við gerð umhverfis- og loftslagsstefnu Norðurþings, tímasetningu starfsfunda og þátttöku nefndarfólks.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skipa starfshóp á næsta fundi ráðsins til þess að vinna tillögu að umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins. Í hópnum verði tveir fulltrúar meirihluta og einn fulltrúi minnihluta ásamt starfsfólki sveitarfélagsins. Starfshópurinn flokkist sem sérskipuð nefnd skv. d. lið 3. greinar samþykktar um kjör fulltrúa í stjórnum, ráðum og nefndum Norðurþings og fái greitt skv. því.

Fundi slitið - kl. 16:00.