Fara í efni

Umsókn um lóð undir dreifistöð við Ketilsbraut

Málsnúmer 202311072

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 175. fundur - 21.11.2023

Rarik ohf óskar eftir að fá úthlutað lóð undir spennistöð út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9. Meðfylgjandi erindi er tillaga að hnitsettri 24 m² lóð.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúin verði lóð undir spennistöð út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9 og úthlutað til Rarik. Afmörkun lóðarinnar verði til samræmis við framlagðan hnitsettan lóðaruppdrátt og nýja lóðin fái heitið Ketilsbraut 7a.

Sveitarstjórn Norðurþings - 139. fundur - 30.11.2023

Á 175. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúin verði lóð undir spennistöð út úr lóðinni að Ketilsbraut 7-9 og úthlutað til Rarik. Afmörkun lóðarinnar verði til samræmis við framlagðan hnitsettan lóðaruppdrátt og nýja lóðin fái heitið Ketilsbraut 7a.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.