Fara í efni

Gjaldskrár framkvæmdasviðs 2024

Málsnúmer 202311034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 174. fundur - 14.11.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja eftirfarandi gjaldskrár:

Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald
Gjaldskrá fyrir tæmingu og eftirlit rotþróa
Gjaldskrá fyrir þjónustumiðstöðvar Norðurþings
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun úrgangs
Gjaldskrá slökkviliðs Norðurþings
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrárbreytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 175. fundur - 21.11.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja gjaldskrár vegna landleigu og gámaleigu til umfjöllunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn;

Að hækka gjaldskrá um landleigu úr 6500 kr. í 7500 kr. per hektara á ári.

Að hækka gjaldskrá um gámaleigu í Haukamýri með eftirfarandi hætti;
20 feta gámur fari úr 3.000 kr. í 3500 kr. per. mánuð.
Bátakerra fari úr 3.000 kr. í 3500 kr per. mánuð.
40 feta gámur fari úr 6.000 kr. í 7000 kr. per. mánuð.