Fara í efni

Refa- og minkaveiði í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202210111

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði eru niðurstöður refa- og minkaveiða í Norðurþingi fyrir árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman upplýsingar um samninga Norðurþings um refa- og minkaveiði sem og fyrirkomulag refa- og minkaveiða í nágrannasveitarfélögum og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 138. fundur - 08.11.2022

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja núverandi samningar um refa-og minkaveiði í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að formi nýrra samninga og leggja fyrir ráðið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 139. fundur - 15.11.2022

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að nýjum samningum fyrir Refa og Minkaveiði í sveitarfélaginu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur Framkvæmda- og þjónsutufulltrúa að gera samninga við veiðimenn samkvæmt nýjum samningi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 143. fundur - 10.01.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur til kynningar uppgjör á kostnaði við refa- og minkaveiði fyrir árið 2023. Einnig eru endurnýjun á samningum og bréf frá Æðarræktafélagi Íslands til kynningar.


Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar Æðarræktarfélagi Íslands fyrir bréfið og felur framkvæmda-og þjónustufulltrúa að svara bréfinu. Einnig felur ráðið framkvæmda-og þjónustufulltrúa að auglýsa þau svæði sem ekki voru endurnýjuð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 146. fundur - 07.02.2023

Á fundinn kom formaður Æðarræktafélags Íslands ásamt hagsmunaaðilum innan Norðurþings til að ræða breytingar á refa- og minkaveiði í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar gestum komuna á fundinn. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara bréfi Æðarræktarfélags Íslands.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 171. fundur - 23.10.2023

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs lagði fram bráðabirgðarskýrslu um refa- og minkaveiði á tímabilinu 1.9.2022 til 31.8.2023

Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu um refa- og minkaveiðar fyrir tímabilið 1.9.2022 til 31.8.2023 voru veiddir 201 refir og 216 minkar. Verðlaun voru kr. 7.595.853 m.vsk. Til frádráttar kemur framlag Umhversstofnunar.
Frá 1.1.2023 til og með 31.8.2023 voru verðlaun fyrir veiðar á ref og mink kr. 4.296.400-
Grenjavinnsla á ref og mink var mun minni en áður og skýrir það færri veidd dýr á árinu 2023, en það sem af er ári hafa verið veiddir 127 refir og 138 minkar í Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar. Sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram og leggja fyrir ráðið að nýju í nóvember.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 175. fundur - 21.11.2023

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnir tvær tillögur, A og B, að veiðum á refum og minkum.
Tillaga A felur í sér að fastráða starfsmann í fullt starf til að sinna veiðum á refum og minkum í sveitarfélaginu öllu.
Tillaga B felur í sér að gerðir verði einstaka samningar við verktaka, bæði í refa- og minkaveiði. Heildarkostnaður verði að hámarki 12.8 millj. kr. á árinu 2024. Greitt verði sérstaklega fyrir skott, unnin greni og akstur vegna refaveiða.
Tillögu A er hafnað samhljóða.

Kristinn leggur fram breytingartillögu á leið B sem inniheldur breytingar á heildarupphæð sem fer í veiðar á refum og minkum verði að hámarki 8 millj. kr. árið 2024 og að ekki verði greitt kílómetragjald vegna refaveiða.
Tillögu Kristins er hafnað með atkvæðum Aldeyjar, Birnu og Soffíu. Birkir og Kristinn greiða atkvæðu með tillögunni.

Aldey, Birna og Soffía samþykkja að fara að breytingartillögu Kristins með þeim breytingum að heildarupphæð fyrir refa- og minkaveiði verði 10 millj. kr. á árinu 2024.

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs mun kynna tillögu að samningum vegna veiðanna fyrir ráðinu áður en þeir verða auglýstir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 176. fundur - 05.12.2023

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs lagði fram minnisblað um veiðar á refum og minkum og kynnti drög að samningum um veiðar á refum og minkum árið 2024.
Einnig var lagt fram bréf frá Búnaðarfélagi Norður-Þingeyinga sem var sent á sveitarstjórn 30. nóvember sl.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson leggur fram þá tillögu að haldinn verði vinnufundur um fyrirkomulag minka- og refaveiða í Norðurþingi. Boðin verði þátttaka þeim veiðimönnum sem hafa verið síðustu 3 ár með samning við Norðurþing um minka- eða refaveiðar og einnig þeim landeigendum sem samningar um refa- og minkaveiðar ná yfir. Markmið fundarins er að skapa vettvang fyrir landeigendur og veiðimenn til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri og gera tillögur að útfærslu veiða á refum og minkum.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að haldinn verði vinnufundur á næstunni og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að skipuleggja fundinn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 178. fundur - 09.01.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti tillögur að fyrirkomulagi minkaveiða í Norðurþingi.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson gerir tillögu að sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs verði falið að eiga samtal við nágrannasveitarfélög Norðurþings um mögulegt samstarf um minkaveiðar.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna samhljóða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 179. fundur - 23.01.2024

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 9. janúar sl. samþykkti ráðið að sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs væri falið að eiga samtal við nágrannasveitarfélög Norðurþings um mögulegt samstarf um minkaveiðar.
Með fundarboði fylgdi minnisblað sviðsstjóra þar sem hann gerir grein fyrir samtölum sínum við nágrannasveitarfélögin og niðurstöðum þeirra viðræðna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra að skipuleggja refa- og minkaveiðar í Norðurþingi innan þeirra fjárheimilda sem samþykktar voru í málaflokkinn í fjárhagsáætlun 2024.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 186. fundur - 16.04.2024

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði tillögu að samningum við refaveiðimenn á Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga til samninga við refaveiðimenn á þeim forsendum sem fram koma í tillögu sviðsstjóra og voru kynntar fyrir ráðinu.