Skipulags- og framkvæmdaráð

146. fundur 07. febrúar 2023 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Undir lið 1 komu í fjarfundi Margrét frá Æðarræktarfélagi Íslands, Árni Stefán, Kristjana, Einar Ófeigur og Dóra hagsmunaaðilar í Norðurþingi.

Undir lið 2 kom í fjarfundi Sigurður J. Bergsteinsson frá Minjastofnun Íslands.

1.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi 2022

202210111

Á fundinn kom formaður Æðarræktafélags Íslands ásamt hagsmunaaðilum innan Norðurþings til að ræða breytingar á refa- og minkaveiði í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar gestum komuna á fundinn. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að svara bréfi Æðarræktarfélags Íslands.

2.Ósk um yfirborðsfrágang á Búðárvöllum

202206130

Á fundinn kom Sigurður J. Bergsteinsson frá Minjastofnun Íslands til að fylgja eftir skýrslu sem gerð var um fornminjar á Búðarvöllum.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sigurði frá Minjastofnun fyrir komuna. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

3.Húsnæði fyrir frístund barna

202111135

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur vinnuskjal Fjölskylduráðs um þarfir starfsemi frístundar, félagsmiðstöðvar og íþróttastarfsemi í nýju húsnæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

4.Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi fyrir borun hitastigulsholna

202301087

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi Norðurþings fyrir borun fjögurra eða fimm hitastigulshola í landi Húsavíkur. Meðfylgjandi umsókn er mynd sem sýnir staðsetningu fyrstu fjögurra holanna en staðsetning mögulegrar fimmtu holu gæti ráðist af niðurstöðum úr borunum fyrri hola.
Eysteinn vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar borun þeirra fjögurra hola sem sýndar eru á afstöðumynd. Frekari boranir verði háðar frekari leyfum.

5.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu austanmegin við Naustagarð 2

202301060

Norðursigling hf óskar eftir byggingarleyfi fyrir 52,9 m² verkstæðisbyggingu austan við núverandi hús að Naustagarði 2.Teikning er unnin af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt. Ennfremur er óskað eftir samþykki fyrir breytingum deiliskipulags sem felist í breytingum á byggingarrétti austan núverandi byggingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu í ljósi þess að fyrirhuguð viðbygging er ekki innan byggingarreits gildandi deiliskipulags.

6.Ósk um stofnun lóðar út úr Klifshaga 1

202302009

Félagsbúið Sandfellshaga óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhús og útihús jarðarinnar Klifshaga 1. Ný lóð fengi heitið Klifshagi 4. Lóðin er 5,59 ha að flatarmáli. Erindi fylgir hnitsett lóðarmynd sem unnin er af Borgari Páli Bragasyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðarinnar og heiti hennar verði samþykkt.

7.Ósk um aukinn frest til teikningaskila vegna Fiskifjöru 4

202302008

Flóki ehf óskar eftir framlengdum fresti til að skila teikningum af húsi á Fiskifjöru 4.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að lóðarhafi hafi þegar fengið nægan tíma til að leggja fram fullbúnar teikningar af húsi á lóðina og fellst ekki á framlengingu frests til að skila teikningum.

Fundi slitið - kl. 16:00.