Fara í efni

Ósk um yfirborðsfrágang á Búðárvöllum

Málsnúmer 202206130

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 129. fundur - 05.07.2022

Húseigendur á Búðarvöllum óska eftir að farið verði í yfirborðsfrágang sem fyrst til að gera svæðið meira aðlagandi fyrir ferðamenn og aðra gesti.
Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð telur sér ekki fært að fara í yfirborðsfrágang í sumar þar sem fyrirhugaðar eru fornleifarannsóknir á svæðinu í lok sumars. Í kjölfarið verði svæðið hannað í samráði við lóðarhafa. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir vorið 2023.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 146. fundur - 07.02.2023

Á fundinn kom Sigurður J. Bergsteinsson frá Minjastofnun Íslands til að fylgja eftir skýrslu sem gerð var um fornminjar á Búðarvöllum.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sigurði frá Minjastofnun fyrir komuna. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 147. fundur - 14.02.2023

Á fundinn komu Birgitta Svavarsdóttir og Geir Ívarsson eigandur Garðarshólma ehf.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Birgittu og Geir fyrir komuna á fundinn og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja hönnun á Búðarvöllum samkvæmt umræðum á fundinum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 158. fundur - 30.05.2023

Birgitta Bjarney Svavarsdóttir kom á fund ráðsins og fór yfir hugmyndir sínar varðandi Búðarvelli.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Birgittu fyrir komuna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að gera ráðstafanir til rykbindingar á Búðarvöllum ásamt lokun innkeyrslu sunnan Garðarshólma í samráði við lóðarhafa.