Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

158. fundur 30. maí 2023 kl. 13:00 - 15:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Kolbrún Heiða Valbergsdóttir varaformaður
  • Stefán Haukur Grímsson varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
  • Reynir Ingi Reinhardsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá

1.Fornleifarannsóknir og yfirborðsfrágangur á Búðarvöllum

Málsnúmer 202206130Vakta málsnúmer

Birgitta Bjarney Svavarsdóttir kom á fund ráðsins og fór yfir hugmyndir sínar varðandi Búðarvelli.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Birgittu fyrir komuna. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að gera ráðstafanir til rykbindingar á Búðarvöllum ásamt lokun innkeyrslu sunnan Garðarshólma í samráði við lóðarhafa.

2.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp

Málsnúmer 202202078Vakta málsnúmer

Frá Umhverfis- og samgöngunefnd liggur fyrir mál 1028, til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir athugasemd við að einungis sé veittur tveggja vikna frestur til að veita umsögn um breytingu á ýmsum lögum vegna tímabundinna undanþágna frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi. Einnig er gerð athugasemd við að tenglar á vefsíðu Alþingis hafi verið óvirkir á umsagnartíma.

3.Ósk um aðkomu sveitarfélagsins að útivistarsvæði á Skansinum

Málsnúmer 202305099Vakta málsnúmer

Erindi frá eigendum Hafnastéttar 1 og 3 varðandi útivistarsvæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að sjá um umhirðu á Skansinum. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að skoða hvort hægt sé að útvega bekki og blómaker fyrir komandi sumar.

4.Beiðni um landskipti á milli Lóns 1 og Lóns 2

Málsnúmer 202305104Vakta málsnúmer

Eigendur Lóns 1 (landnúmer 154.112) og Lóns 2 (landnúmer 154.114) í Kelduhverfi óska eftir að sveitarfélagið samþykki að 25,8 ha landskiki úr óskiptu landi jarðanna verði talin tilheyrandi Lóni 2. Með erindi fylgir uppdráttur af hnitsettri afmörkun landsins sem teiknaður er af Guðríði Baldvinsdóttur.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að samþykkt verði að tilgreind landspilda tilheyri Lóni 2.

5.Öxarfjarðarskóli - Skipulag skólasvæðis við Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202305071Vakta málsnúmer

Á 153. fundi fjölskylduráðs 23. maí 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs. Ráðið fer þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í hönnun á skólalóð Öxarfjarðarskóla og hugað verði að minniháttar viðhaldsverkefnum á lóðinni í sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fá kostnaðaráætlun í hönnun á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið að nýju.

6.Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir Fiskeldið að Haukamýri

Málsnúmer 202305107Vakta málsnúmer

Matvælastofnun óskar umsagnar um veitingu rekstrarleyfis til Fiskeldisins Haukamýri ehf vegna landeldis að Haukamýri á Húsavík. Sótt er um leyfi fyrir allt að 850 tonna lífmassa í seiðaeildi og matfiski, regnbogasilungi, bleikju og frjóum laxi. Sérstaklega er óskað eftir umsögn um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti deiliskipulag fyrir fiskeldi í Haukamýri á Húsavík þann 16. mars 2023. Í deiliskipulaginu er sérstaklega gert ráð fyrir að lífmassi í stækkaðri fiskeldisstöð geti orðið allt að 850 tonn. M.a. er við samþykkt deiliskipulagsins fjallað um náttúrulegar aðstæður á starfssvæði fiskeldisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings, veitir f.h. Norðurþings, jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfis vegna fiskeldis í Haukamýri.

7.Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis fyrir N-lax ehf.að Laxamýri

Málsnúmer 202305108Vakta málsnúmer

Matvælastofnun óskar umsagnar vegna endurnýjunar rekstrarleyfis til N-lax ehf vegna laxeldis að Laxamýri sunnan Húsavíkur. Sótt er um leyfi fyrir allt að 50 tonna lífmassa í seiðaeildi og matfiski, regnbogasilungi, bleikju og villtum laxi. Sérstaklega er óskað eftir umsögn um hvort náttúrulegar aðstæður á fyrirhuguðu starfssvæði fiskeldisstöðvarinnar eða fyrirhugaðar eldistegundir, eldisstofnar eða eldisaðferðir gefi tilefni til neikvæðra vistfræði- eða erfðafræðiáhrifa sem leitt getur af leyfisskyldri starfsemi.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings, veitir f.h. Norðurþings, jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfis vegna fiskeldis N-lax við Laxamýri.

8.Starfsemi Frístundar 2023-2024

Málsnúmer 202303117Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissvið kynnir stöðu mála.
Lagt fram til kynningar.

9.Varðandi bílastæðamál á Húsavík sumarið 2023

Málsnúmer 202305058Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs kynnir tillögu um að beina umferð á fjöruveg og að nýju bráðabirgðabílastæði á Suðurfyllingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst ekki á að beina umferð um fjöruveg að svo stöddu.

Fundi slitið - kl. 15:40.