Fara í efni

Öxarfjarðarskóli - Skipulag skólasvæðis við Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202305071

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 153. fundur - 23.05.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar erindi skólastjóra Öxarfjarðarskóla um skipulag skólasvæðis við Öxarfjarðarskóla.
Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs. Ráðið fer þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í hönnun á skólalóð Öxarfjarðarskóla og hugað verði að minniháttar viðhaldsverkefnum á lóðinni í sumar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 158. fundur - 30.05.2023

Á 153. fundi fjölskylduráðs 23. maí 2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar erindinu til skipulags- og framkvæmdaráðs. Ráðið fer þess á leit við skipulags- og framkvæmdaráð að farið verði í hönnun á skólalóð Öxarfjarðarskóla og hugað verði að minniháttar viðhaldsverkefnum á lóðinni í sumar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fá kostnaðaráætlun í hönnun á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 166. fundur - 05.09.2023

Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði eftirfarandi á 158. fundi sínum 30 maí sl.
"Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fá kostnaðaráætlun í hönnun á skólalóðinni og leggja fyrir ráðið að nýju."
Kostnaðaráætlun fyrir hönnun skólalóðar við Öxarfjarðarskóla í Lundi liggur nú fyrir og er lögð fram til ráðsins til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar kostnaðaráætluninni til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2024. Sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs er falið að hefja undirbúning verksins á þessu ári.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 196. fundur - 10.09.2024

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur frumdrög að hönnun skólalóðar Öxarfjarðarskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar frumdrögum hönnunar skólalóðar til kynningar í fjölskylduráði.