Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu austanmegin við Naustagarð 2

Málsnúmer 202301060

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 146. fundur - 07.02.2023

Norðursigling hf óskar eftir byggingarleyfi fyrir 52,9 m² verkstæðisbyggingu austan við núverandi hús að Naustagarði 2.Teikning er unnin af Arnhildi Pálmadóttur arkitekt. Ennfremur er óskað eftir samþykki fyrir breytingum deiliskipulags sem felist í breytingum á byggingarrétti austan núverandi byggingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu í ljósi þess að fyrirhuguð viðbygging er ekki innan byggingarreits gildandi deiliskipulags.