Fara í efni

Rekstur Tjaldsvæða Norðurþings 2024

Málsnúmer 202311073

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 175. fundur - 21.11.2023

Fyrir liggja gögn um rekstur tjaldsvæðisins á Húsavík fyrir árið 2023. Samningur við Völsung um rekstur tjaldsvæðisins hefur runnið sitt skeið. Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur að taka þarf ákvörðun um rekstrarform tjaldsvæðisins fyrir árið 2024.
Fyrir ráðinu liggja einnig tillögur um endurnýjun þjónustuhúss á Tjaldsvæði Húsavíkur.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða reksturinn á tjaldsvæðum sveitarfélagsins út og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga frá því.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir einnig að fjarlægja núverandi byggingar að undanskyldu geymsluhúsnæði og að byggt verði nýtt aðstöðuhús. Verkinu skal lokið í maí 2024.