Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

151. fundur 27. febrúar 2025 kl. 13:00 - 15:00 Slökkviliðsstöð á Húsavík, Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
  • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir 2. varaforseti
  • Eiður Pétursson aðalmaður
  • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson 1. varamaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Anna Gunnarsdóttir skjalastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri
Dagskrá

1.Fyrirtækjaþing 2025

Málsnúmer 202502073Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá meirihluta sveitarstjórnar að í vor verði haldið fyrirtækjaþing í Norðurþingi.
Tilgangur þess er að efla samtal milli sveitarfélagsins og fyrirtækja í sveitarfélaginu en einnig á milli fyrirtækja sem starfa innan sveitarfélagsins.
Lagt er til að samráð verði haft við Húsavíkurstofu, Norðurhjara og SANA við undirbúning og skipulag þingsins.
Lagt er til að leitað verði til SSNE um samstarf við verkefnisstjórn og skipulag þingsins.
Til máls tóku: Helena og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

2.Brothættar byggðir II - tímabundið tilraunaverkefni

Málsnúmer 202501019Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn Norðurþings liggur að staðfesta fyrirliggjandi samning vegna verkefnisins Brothættar byggðir II.
Til máls tóku: Katrín og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

3.Frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 202502062Vakta málsnúmer

Í samráðsgátt stjórnvalda eru drög að frumvarpi til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Umsagnarfrestur hefur verið framlengdur til 5. mars nk.
Til máls tóku: Helena, Katrín og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að senda inn fyrirliggjandi umsögn sveitarfélagsins í samráðsgátt.

4.Sameiginleg yfirlýsing Carbfix hf.og sveitarfélagsins Norðurþings.

Málsnúmer 202502034Vakta málsnúmer

Á 487. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar sameiginlegri yfirlýsingu sveitarfélagsins Norðurþings og Carbfix hf. til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Katrín, Benóný, Helena og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi yfirlýsingu.

5.Endurskoðun samþykkta Norðurþings

Málsnúmer 202501020Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til fyrri umræðu endurskoðun á samþykktum Norðurþings um stjórn og fundarsköp.
Til máls tóku: Hjálmar, Benóný og Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa endurskoðun á samþykktum Norðurþings um stjórn og fundarsköp til áframhaldandi vinnu í byggðarráði og síðari umræðu í sveitarstjórn.

6.Ósk um stofnun lóðar fyrir íbúðarhúsið á Litlu-Reykjum

Málsnúmer 202501122Vakta málsnúmer

Á 209. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt og að lóðin fái heitið Litlu-Reykir 2.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Ósk um afmörkun lóðar Harðbakur 1 og 2 lóð L154163

Málsnúmer 202502024Vakta málsnúmer

Á 210. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun lóðarinnar verði samþykkt og að nýtt heiti lóðarinnar verði Harðbakur Ellubær.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

8.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Á 211. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lagfærð deiliskipulagstillaga verði samþykkt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku skipulagsins að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar.
Til máls tók: Katrín.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

9.Borgin starfsreglur

Málsnúmer 202502017Vakta málsnúmer

Á 209. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur Borgarinnar frístundar og skammtímadvalar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena,

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

10.Reglur um fjárhagsaðstoð

Málsnúmer 202209011Vakta málsnúmer

Á 209. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur vegna fjárhagsaðstoðar og vísar til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

11.Reglur félagsþjónustu Norðurþings um akstursþjónustu fatlaðs fólks

Málsnúmer 202502043Vakta málsnúmer

Á 210. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir uppfærðar reglur félagsþjónustu Norðurþings um akstursþjónustu fatlaðs fólks og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

12.Viðmiðunarreglur um skólaakstur - Endurskoðun 2025

Málsnúmer 202501074Vakta málsnúmer

Á 210. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir viðmiðunarreglur um skólaakstur með áorðnum breytingum og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Bylgja.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

13.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202309129Vakta málsnúmer

Á 210. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð samþykkir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur.

14.Fjölskylduráð - 207

Málsnúmer 2501003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 207. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 2 "Borgarhólsskóli - Morgunverður nemenda": Bylgja.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

15.Fjölskylduráð - 208

Málsnúmer 2501008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 208. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 209

Málsnúmer 2502001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 209. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 210

Málsnúmer 2502004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 210. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

18.Skipulags- og framkvæmdaráð - 208

Málsnúmer 2501004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 208. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Skipulags- og framkvæmdaráð - 209

Málsnúmer 2501007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 209. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 210

Málsnúmer 2502002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 210. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 211

Málsnúmer 2502005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 211. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Byggðarráð Norðurþings - 485

Málsnúmer 2501002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 485. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Byggðarráð Norðurþings - 486

Málsnúmer 2501009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 486. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 4 "Heidelberg Materials Volcan ehf.kynnir fyrir byggðarráði verkefni sem félagið hefur hug á að koma á fót á Íslandi": Benóný og Hjálmar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

24.Byggðarráð Norðurþings - 487

Málsnúmer 2502003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 487. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 3 "Staða sjúkraflugs vegna lokana á flugbrautum á Reykjavíkurflugvelli": Helena, Katrín, Aldey og Benóný.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

25.Byggðarráð Norðurþings - 488

Málsnúmer 2502007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 488. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 3 "Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024 - 2025": Hjálmar og Benóný.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

26.Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 30

Málsnúmer 2502006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 30. fundar stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings.
Til máls tók undir lið 3 "Útboð á dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings": Eiður.

Til máls tók undir lið 5 "Uppbygging hafnaraðstöðu í tengslum við frekari atvinnuuppbyggingu á iðnaðarsvæðinu á Bakka": Eiður.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

27.Orkuveita Húsavíkur ohf - 262

Málsnúmer 2501005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 262. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók undir lið 4 "Samanburður á orkukostnaði heimila árið 2024": Eiður.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

28.Orkuveita Húsavíkur ohf - 263

Málsnúmer 2502008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 263. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.