Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

181. fundur 13. febrúar 2024 kl. 13:00 - 14:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Soffía Gísladóttir formaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
  Aðalmaður: Kristinn Jóhann Lund
 • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
 • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
 • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
 • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
 • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
 • Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Sigurdís Sveinbjörnsdóttir Aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá

1.Ketilsbraut 7-9, húsnæðisaðstæður

Málsnúmer 202312079Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur skýrsla um húsnæðisaðstæður að Ketilsbraut 7-9.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að vinna aðgerðaráætlun fyrir Ketilsbraut 7-9. Ásamt henni verði gert kostnaðarmat á nauðsynlegum framkvæmdum með mögulegri áfangaskiptingu svo sveitarfélagið geti tekið ákvörðun um hvernig standa skuli að framkvæmdum.

2.Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi til að bora eftir vatni í landi Húsavíkur.

Málsnúmer 202402036Vakta málsnúmer

Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi til að bora allt að 10 hitastigulsholur í landi Húsavíkur og Saltvíkur. Tilgangur holanna er jarðhitarannsóknir. Horft er til þess að holur verði 60-90 m djúpar, en þó er mögulegt að farið verði niður í allt að 150 m dýpi ef tilefni telst til. Með erindi fylgir hugmynd að staðsetningu tveggja hola norðan Húsavíkur og fjögurra hola í landi Saltvíkur. Staðsetning holanna tekur mið af því að auðvelt verði að koma tækjum að og frá borstað.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Orkuveitu Húsavíkur verði heimilaðar boranir.

3.Umsókn um stöðuleyfi fyrir mælibúnað

Málsnúmer 202402012Vakta málsnúmer

Landsvirkjun óskar eftir stöðuleyfi til tveggja ára fyrir lidar mælitæki og rafstöðvakerru til vindorkurannsókna í landi Norðurþings. Fyrirhuguð staðsetning mælibúnaðar er austan Húsavíkurfjalls við Reyðará og er nánar sýnd á korti sem fylgir erindi. Markmiðið er að mæla veðurfarslega þætti til að styðja við rannsóknir á fýsileika vindorkunýtingar á svæðinu. Fyrirliggjandi vegslóði verði nýttur til að koma búnaði inn á svæðið. Ekki er gert ráð fyrir jarðraski við framkvæmdina og hún að fullu afturkræf.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir búnaðinn til loka júní 2026.

4.Breyting á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030 vegna iðnaðarsvæðis í landi Akursels

Málsnúmer 202305050Vakta málsnúmer

Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að aðalskipulagsbreytingu vegna iðnaðarsvæði í landi Akursels var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu aðalskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að leita samþykkis Skipulagsstofnunar fyrir auglýsingu aðalskipulagsbreytingar og að fengnu samþykki auglýsa tillöguna skv. ákvæðum skipulagslaga.

5.Breyting á deiliskipulagi fiskeldis á Núpsmýri

Málsnúmer 202205073Vakta málsnúmer

Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að breytingu deiliskipulags fiskeldis í Núpsmýri var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að breytingu deiliskipulagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa deiliskipulagsbreytinguna skv. ákvæðum skipulagslaga samhliða kynningu breytingar aðalskipulags.

6.Breyting á deiliskipulagi íbúðarsvæði Í5 á Húsavík

Málsnúmer 202402030Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags íbúðarsvæðis Í5 á Húsavík. Breyting felur í sér að gatan Stórigarður er færð um 4,3 m lengra frá íbúðarhúsinu Ásgarði í ljósi athugasemda húseigenda við gildandi deiliskipulag. Við breytinguna minnka óbyggðar lóðir að Stóragarði 22 og 24 lítillega.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur framlagða skipulagstillögu víkja óverulega frá gildandi deiliskipulagi. Jafnframt telur ráðið að breytingin varði ekki aðra á þessu stigi en eigendur Ásgarðs. Ráðið telur því að líta megi á breytingartillöguna sem óverulega með hliðsjón af ákvæðum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytinguna eigendum Ásgarðs.

7.Deiliskipulag fyrir íbúðarsvæði Í1 á Kópaskeri

Málsnúmer 202306047Vakta málsnúmer

Haldinn var kynningarfundur á opnu húsi á Kópaskeri þann 11. janúar s.l. þar sem frumhugmynd að deiliskipulagi íbúðarsvæðis Í1 á Kópaskeri var kynnt. Ekki komu fram athugasemdir við kynninguna. Nú liggur fyrir tillaga að nýju deiliskipulagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt samkvæmt ákvæðum skipulagslaga eins og hún var lögð fyrir fundinn.

8.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá Eflu verkfræðistofu vegna endurskoðunar deiliskipulags Stórhóls-Hjarðarholts á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að leita leiða til að lækka kostnað við skipulagsbreytinguna.

9.Umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á Héðinsbraut 4

Málsnúmer 202402013Vakta málsnúmer

Eigendur Héðinsbrautar 4 óska samþykkis fyrir breytingum á Héðinsbraut 4 á Húsavík. Breytingar fela í sér fjölgun eigna, bæði íbúða og iðnaðarrýma. Erindi um breytingar á húsinu hafa ítrekað komið fyrir skipulags- og framkvæmdaráð, en ný liggja fyrir nýjar og lagfærðar teikningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja breyttar teikningar af húsinu með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

10.Umsókn um stofnun tveggja lóða í landi Laufáss

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Eigandi Laufáss í Kelduhverfi óskar samþykkis fyrir stofnun tveggja frístundalóða úr úr jörðinni. Fyrir liggja hnitsett lóðarmörk beggja lóða. Hvor lóð um sig er liðlega hálfur hektari. Lóðirnar fái heitin Laufás II og Laufás III.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að stofnun lóðanna verði samþykkt og að þær fái heitin Laufás II og Laufás III.

11.Saltvík Yggdrasill breytt afmörkun lóðar

Málsnúmer 202402029Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 18. janúar s.l. samþykki sveitarstjórn Norðurþings tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að breyttri afmörkun skógræktarlandsins Saltvík Yggdrasill vegna athugasemda Minjaverndar. Með bréfi dags. 2. febrúar s.l. hvetur Náttúrufræðistofnun Íslands skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings til að falla frá áformum um skógrækt á vöktunarreit rjúpna í landi Saltvíkur. Stofnunin telur reitinn mikilvægan vegna vöktunar rjúpnastofnsins, en á reitnum hafa rjúpur verið taldar samfellt allt frá árinu 1981. Meðfylgjandi erindinu er teikning af vöktunarreitnum. Nú liggur því fyrir tillaga að breyttri afmörkun þar sem miðað er við að skógræktarsvæðið verði alfarið utan við rjúpnavöktunarsvæði Náttúrufræðistofnunar. Flatarmál svæðisins er eftir sem áður 160 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun skógræktarlands Saltvík Yggdrasill verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.
Ingibjörg Benediktsdóttir og Birkir Freyr Stefánsson sitja hjá.

Ingibjörg Benediktsdóttir óskar bókað:
Umrætt svæði er að mestu vel gróið mólendi sem á sér nú sí færri hliðstæður í landi Norðurþings. Tvær vísindastofnanir hafa bent á að skoða önnur svæði til skógræktar og bjóðast báðar til að aðstoða sveitarfélagið við hentugra val. Það þarf að finna skógræktinni stað þar sem öruggt er að hún hafi ekki áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og taka ætti skipulag skógræktar upp í aðalskipulagsvinnu.

Fundi slitið - kl. 14:50.