Fara í efni

Umsókn um stöðuleyfi fyrir mælibúnað

Málsnúmer 202402012

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Landsvirkjun óskar eftir stöðuleyfi til tveggja ára fyrir lidar mælitæki og rafstöðvakerru til vindorkurannsókna í landi Norðurþings. Fyrirhuguð staðsetning mælibúnaðar er austan Húsavíkurfjalls við Reyðará og er nánar sýnd á korti sem fylgir erindi. Markmiðið er að mæla veðurfarslega þætti til að styðja við rannsóknir á fýsileika vindorkunýtingar á svæðinu. Fyrirliggjandi vegslóði verði nýttur til að koma búnaði inn á svæðið. Ekki er gert ráð fyrir jarðraski við framkvæmdina og hún að fullu afturkræf.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi fyrir búnaðinn til loka júní 2026.