Fara í efni

Saltvík Yggdrasill breytt afmörkun lóðar

Málsnúmer 202402029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 181. fundur - 13.02.2024

Á fundi sínum þann 18. janúar s.l. samþykki sveitarstjórn Norðurþings tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs að breyttri afmörkun skógræktarlandsins Saltvík Yggdrasill vegna athugasemda Minjaverndar. Með bréfi dags. 2. febrúar s.l. hvetur Náttúrufræðistofnun Íslands skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings til að falla frá áformum um skógrækt á vöktunarreit rjúpna í landi Saltvíkur. Stofnunin telur reitinn mikilvægan vegna vöktunar rjúpnastofnsins, en á reitnum hafa rjúpur verið taldar samfellt allt frá árinu 1981. Meðfylgjandi erindinu er teikning af vöktunarreitnum. Nú liggur því fyrir tillaga að breyttri afmörkun þar sem miðað er við að skógræktarsvæðið verði alfarið utan við rjúpnavöktunarsvæði Náttúrufræðistofnunar. Flatarmál svæðisins er eftir sem áður 160 ha.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun skógræktarlands Saltvík Yggdrasill verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.
Ingibjörg Benediktsdóttir og Birkir Freyr Stefánsson sitja hjá.

Ingibjörg Benediktsdóttir óskar bókað:
Umrætt svæði er að mestu vel gróið mólendi sem á sér nú sí færri hliðstæður í landi Norðurþings. Tvær vísindastofnanir hafa bent á að skoða önnur svæði til skógræktar og bjóðast báðar til að aðstoða sveitarfélagið við hentugra val. Það þarf að finna skógræktinni stað þar sem öruggt er að hún hafi ekki áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og taka ætti skipulag skógræktar upp í aðalskipulagsvinnu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 142. fundur - 22.02.2024

Á 181. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun skógræktarlands Saltvík Yggdrasill verði breytt til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.
Ingibjörg Benediktsdóttir og Birkir Freyr Stefánsson sitja hjá.

Ingibjörg Benediktsdóttir óskar bókað:
Umrætt svæði er að mestu vel gróið mólendi sem á sér nú sí færri hliðstæður í landi Norðurþings. Tvær vísindastofnanir hafa bent á að skoða önnur svæði til skógræktar og bjóðast báðar til að aðstoða sveitarfélagið við hentugra val. Það þarf að finna skógræktinni stað þar sem öruggt er að hún hafi ekki áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og taka ætti skipulag skógræktar upp í aðalskipulagsvinnu.
Til máls tók: Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki, Helena og Ingibjörg sátu hjá.