Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

190. fundur 28. maí 2024 kl. 13:00 - 15:00 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir varaformaður
  • Birkir Freyr Stefánsson aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Birna Björnsdóttir varamaður
  • Stefán Haukur Grímsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 6-7.

1.Breyting á Aðalskipulagi Norðurþings í suðurbæ Húsavíkur

Málsnúmer 202405077Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir skipulagslýsing frá skipulagsráðgjöfum Eflu fyrir breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 í suðurbæ Húsavíkur. Horft er til aukins þéttleika íbúðarbyggðar í á svæðinu frá Garðarsbraut upp að Baughóli sunnan Hjarðarhóls. Ennfremur er horft til nýs þjónustureits í Aksturslág þar sem heimila mætti m.a. uppbyggingu stórrar matvöruverslunar. Skipulagslýsingin nær einnig til deiliskipulags sömu svæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

2.Breyting deiliskipulags Stórhóll- Hjarðarholt

Málsnúmer 202311126Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir lýsing fyrir breytingu deiliskipulags svæðis sem afmarkast af Hjarðarhóli í norðri, Baughóli í austri, Þverholti í suðri og Garðarsbraut í vestri. Horft er til þéttingar íbúðarbyggðar á svæðinu. Skipulagslýsingin fjallar einnig um deiliskipulag þjónustusvæðis í Aksturslág og tilheyrandi breytingar aðalskipulags beggja deiliskipulagssvæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

3.Nýtt deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis við Aksturslág

Málsnúmer 202405078Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir lýsing fyrir nýju deiliskipulagi nýs verslunar- og þjónustusvæðis í Aksturslág þar sem til stendur að heimila uppbyggingu nýrrar matvöruverslunar og annarar þjónustu. Skipulagslýsingin fjallar einnig um breytingu deiliskipulag íbúðarbyggðar milli Garðarsbrautar og Baughóls sunnan Hjarðarhóls. Skipulagslýsingin fjallar einnig um tilheyrandi breytingar aðalskipulags beggja deiliskipulagssvæða.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga.

4.Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi Þverá

Málsnúmer 202405042Vakta málsnúmer

Yggdrasill Carbon ehf óskar framkvæmdaleyfis til skógræktar á 128 ha svæði í Hvammsheiði í landi Þverár í Reykjahverfi. Með umsókn fylgir hnitsettur uppdráttur afmörkunar lands, greinargerð um fyrirhugaða skógrækt og ræktunaráætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska umsagnar Náttúruverndarnefndar Þingeyinga áður en afstaða er tekin til málsins.

5.Umsókn um malartöku við Hrossabeinshól

Málsnúmer 202405096Vakta málsnúmer

Sigurður Árnason óskar heimildar til að taka allt að 5.000 m3 af efni úr frágenginni efnisnámu við Hrossabeinshól í óskiptu landi Presthóla og Katastaða. Horft er til þess að vinna efnið alfarið í þegar röskuðu landi og ganga frá námunni eftir efnistökuna.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar skipulagsfulltrúa að samþykkja efnistöku upp á allt að 5.000 m3. Eftirlit með efnistöku og lokafrágangi hennar verði í höndum skipulagsfulltrúa.

6.Tjaldsvæði Norðurþings - Leigusamningar

Málsnúmer 202402045Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggja leigusamningar við rekstraraðila á tjaldsvæðum Norðurþings, til samþykktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samninga.

7.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja uppfærðar teikningar af viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Lagt fram til kynningar.

Birkir Freyr Stefánsson fyrir hönd M-lista samfélagsins óskar bókað: Við hönnun hússins verður að leitast leiða við að halda byggingarkostnaði í skefjum. Og halda framtíðar viðhaldskostnaði niðri. Þessar teikningar með háu þaki, og þakgluggum mun bæði auka kostnað við byggingu, ásamt því að allar breytingar í framtíðinni munu verða dýrari. Sömuleiðis verður hljóðvist að öllum líkindum vandamál ef ekki verður farið í kerfisloft.

8.Kynning á fyrirhuguðu uppgræðsluverkefni í upplandi Húsavíkur - Grjóthálsskógar.

Málsnúmer 202405032Vakta málsnúmer

Á 465. fundi byggðarráðs 23.05.2024, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð þakkar Þresti og Árna frá Skógræktarfélagi Húsavíkur fyrir kynninguna og komuna á fundinn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa drög að viljayfirlýsingu á milli aðila og vísar málinu til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.
Lagt fram til kynningar.

9.Áskorun til lóðarhafa atvinnu- og iðnaðarlóða

Málsnúmer 202405082Vakta málsnúmer

Tillaga sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að áskorun um umgengni til lóðarhafa atvinnu- og iðnaðarlóða í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skora á lóðarhafa og atvinnurekendur á iðnaðar- og athafnasvæðum í Norðurþingi að hreinsa allt það sem getur valdið mengun, lýti eða ónæði í umhverfinu. Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að fylgja málinu eftir.

10.Samningar um minkaveiðar 2024

Málsnúmer 202405085Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs kynnti fyrir skipulags- og framkvæmdaráði samninga um minkaveiðar árið 2024.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samninga.

11.Samningar um refaveiðar 2024

Málsnúmer 202405087Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs lagði fram til kynningar samninga um refaveiðar árið 2024.
Sviðsstjóri vakti athygli á því að aðeins hafa verið gerðir samningar um refaveiðar á grenjatímabilinu apríl til ágúst 2024. Engir samningar verða gerðir um vetrarveiðar og ekki greitt fyrir unnin hlaupadýr nema meira fjármagni verði úthlutað til málaflokksins.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi samninga.

12.Framvinduskýrsla Kolviðar fyrir 2023

Málsnúmer 202405091Vakta málsnúmer

Framvinduskýrsla Kolviðar fyrir 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.