Fara í efni

Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar í landi Þverá

Málsnúmer 202405042

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 190. fundur - 28.05.2024

Yggdrasill Carbon ehf óskar framkvæmdaleyfis til skógræktar á 128 ha svæði í Hvammsheiði í landi Þverár í Reykjahverfi. Með umsókn fylgir hnitsettur uppdráttur afmörkunar lands, greinargerð um fyrirhugaða skógrækt og ræktunaráætlun.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsfulltrúa að óska umsagnar Náttúruverndarnefndar Þingeyinga áður en afstaða er tekin til málsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 191. fundur - 18.06.2024

Á fundi sínum þann 28. maí s.l. var tekin fyrir umsókn Yggdrasils Carbon ehf um framkvæmdaleyfi til skógræktar á 128 ha svæði í Hvammsheiði í landi Þverár í Reykjahverfi. Með umsókn fylgdu hnitsettur uppdráttur afmörkunar lands, greinargerð um fyrirhugaða skógrækt sem og ræktunaráætlun. Skráning fornleifa er í vinnslu. Skipulags- og framkvæmdaráð fól skipulags- og byggingarfulltrúa að afla umsagnar Náttúruverndarnefndar Þingeyinga sem nú liggur fyrir. Ennfremur liggja fyrir drög skipulagsfulltrúa að framkvæmdaleyfi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Yggdrasil Carbon ehf. verði veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar til samræmis við framlögð gögn, en með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúa verði falið eftirlit með framkvæmdinni.

Sveitarstjórn Norðurþings - 146. fundur - 27.06.2024

Á 191. fundi skipluags- og framkvæmdaráðs:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Yggdrasil Carbon ehf. verði veitt framkvæmdaleyfi til skógræktar til samræmis við framlögð gögn, en með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar. Skipulagsfulltrúa verði falið eftirlit með framkvæmdinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.