Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Erindi vegna umferðaröryggis barna
Málsnúmer 202502048Vakta málsnúmer
Á 210. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi m.a. bókað:
Ábendingum er varða öryggi á gönguleiðum barna á Húsavík og uppbyggingu gönguleiða er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Ábendingum er varða öryggi á gönguleiðum barna á Húsavík og uppbyggingu gönguleiða er vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Eysteinn Heiðar Kristjánsson leggur fram eftirfarandi tillögu:
Að sveitastjórn Norðurþings hefji vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið en í leiðbeiningum um gerð slíkrar áætlunar kemur fram að þegar sveitarfélag tekur ákvörðun um að vinna markvisst að bættu umferðaröryggi með formlegri umferðaröryggisáætlun er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar í umferðaröryggismálum eru til lengri tíma líklegar til að skila sér til baka auk þess bæta þær þætti sem ekki er hægt að meta til fjár með því að lágmarka líkur á slysum. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að forgangsraða aðgerðum og vinna skipulega að bættu umferðaröryggi með gerð umferðaröryggisáætlunar.
Tillaga Eysteins borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ráðið telur mikilvægt að gönguleið barna frá grunnskóla að sundlaug á Húsavík sé aðgengileg og vel merkt. Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdaráðs falið að ræða við viðkomandi aðila.
Að sveitastjórn Norðurþings hefji vinnu við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið en í leiðbeiningum um gerð slíkrar áætlunar kemur fram að þegar sveitarfélag tekur ákvörðun um að vinna markvisst að bættu umferðaröryggi með formlegri umferðaröryggisáætlun er mikilvægt að hafa í huga að fjárfestingar í umferðaröryggismálum eru til lengri tíma líklegar til að skila sér til baka auk þess bæta þær þætti sem ekki er hægt að meta til fjár með því að lágmarka líkur á slysum. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og mikilvægt er fyrir sveitarfélagið að forgangsraða aðgerðum og vinna skipulega að bættu umferðaröryggi með gerð umferðaröryggisáætlunar.
Tillaga Eysteins borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ráðið telur mikilvægt að gönguleið barna frá grunnskóla að sundlaug á Húsavík sé aðgengileg og vel merkt. Sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdaráðs falið að ræða við viðkomandi aðila.
2.Bréf frá Völsungi vegna vökvunarkerfis á gervigrasi PCC vallarins
Málsnúmer 202502052Vakta málsnúmer
Á 210. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
Fjölskylduráð þakkar fyrir erindið og vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð skoðaði möguleika á uppsetningu á vökvunarkerfi í tengslum við endurnýjun á gervigrasi á PCC vellinum en sökum kostnaðar var ákveðið að fara ekki í þá framkvæmd að svo stöddu.
3.Útboð - Norðurþing, PCC völlurinn - Endurnýjun gervigrass
Málsnúmer 202501114Vakta málsnúmer
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur niðurstaða útboðs á endurnýjun gervigrass á PCC vellinum. Gögn koma á mánudag.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
4.Miðjan hæfing óskar eftir merkingu bílastæðis við Sólbrekku 28
Málsnúmer 202502061Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Miðjunni varðandi merkingu bílastæðis við Sólbrekku 28 fyrir ferlibíl.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir umbeðna merkingu.
5.Borgarhólsskóli - viðbygging, Fjölnotahúsnæði
Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer
Fyrir liggur kostnaðarmat í viðbyggingu við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að kostnaðarmat við fyrsta áfanga verkefnisins sé í samræmi við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.
Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að auglýsa útboðið.
Ráðið felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að auglýsa útboðið.
6.Hverfisráð Öxafjarðar 2023-2025
Málsnúmer 202405073Vakta málsnúmer
Fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá 22. janúar 2025 var tekin fyrir í byggðarráði 20. febrúar sl. Þar vísaði byggðarráð máli nr. 1 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar þeim hluta fundargerðarinnar sem fela í sér ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulags til umfjöllunar með öðrum athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu.
7.Hverfisráð Kelduhverfis 2023-2025
Málsnúmer 202405020Vakta málsnúmer
Byggðarráð vísar fundargerð hverfisráð Kelduhverfis frá 4. febrúar 2025 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar þeim hluta fundargerðarinnar sem fela í sér ábendingar vegna endurskoðunar aðalskipulags til umfjöllunar með öðrum athugasemdum sem bárust við kynningu vinnslutillögu.
8.Norðursigling óskar eftir að breyta bílskúrum að Ásgarðsvegi 17 í studio íbúðir
Málsnúmer 202502054Vakta málsnúmer
Norðursigling óskar eftir heimild til að breyta tveimur bílskúrum við Ásgarðsveg 17 í studio íbúðir. Fyrir liggur teikning unnin af Belkod.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna breytta notkun hússins áður en afstaða er tekin til erindisins. Grenndarkynning nái til Ásgarðsvegar 14, 15, 16, 18 og 21.
9.Ósk um umsögn um rekstrarleyfi gistingar vegna Héðinsbrautar 1
Málsnúmer 202502059Vakta málsnúmer
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar um rekstrarleyfi til gististaðar í flokki II - C - Minna gistiheimili á efri hæð Héðinsbraut 1. Forsvarsaðili rekstrar væri Michaela Chebenová. Slökkviliðsstjóri hefur veitt jákvæða umsögn um erindið til sýslumanns með vísan til úttektar hans á þeim lagfæringum sem gerðar hafa verið á eigninni. Ennfremur liggur fyrir beiðni eiganda eignarinnar að skráningu eignarinnar verði breytt úr íbúð í gistiheimili.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu eignarinnar í gistiheimili þegar fyrir liggur samþykki meðeigenda í húsinu fyrir breyttri notkun. Skipulagsfulltrúa er falið að veita sýslumanni jákvæða umsögn um veitingu rekstrarleyfis þegar breytt skráning er gengin í gegn.
10.Ósk um endurskoðun á afgreiðslu erindis málsnr.202410057
Málsnúmer 202412001Vakta málsnúmer
Elías Frímann Elvarsson óskar endurskoðunar afstöðu skipulagsnefndar varðandi gerðar lóðarleigusamnings um eign hans við Lækjargil. Húseigandi hyggst hefja sauðfjárrækt á lóðinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gerður verði lóðarsamningur við húseiganda til ársloka 2040 á grunni fyrirliggjandi deiliskipulags og að húseign hans verði skráð á byggingarleyfi í stað stöðuleyfis.
Fundi slitið - kl. 15:20.
Stefán Jón Sigurgeirsson, verkefnastjóri á velferðarsviði, sat fundinn undir lið 3.