Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022
202109131
Á fundinn kemur Guðný María Waage til að kynna fyrir nefndinni málefni er varða hunda og katta í Norðurþingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Guðnýju Waage fyrir kynninguna á málefnum hunda og katta í Norðurþingi. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að endurskoða hunda- og katta samþykkt Norðurþings og leggja fyrir ráðið að nýju.
2.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis
202111014
Á fundinn koma Smári Lúðvíksson verkefnastjóri umhverfismála hjá SSNE og Stefán Gíslason sérfræðingur í Umhverfismálum inná fundinn til að kynna Svæðisáætlun fyrir meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar þeim Smára Lúðvikssyni og Stefáni Gíslasyni fyrir kynninguna á Svæðisáætlun á meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
3.Gjaldskrár framkvæmdasviðs 2023
202210007
Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráð eru gjaldskrá Sorphirðu fyrir árið 2023.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar henni til kynningar í byggðaráði og staðfestingar í sveitarstjórn.
4.Framkvæmdaáætlun 2023
202210015
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur framkvæmdaáætlun ársins 2023, útgönguspá ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2024-2026
Lagt fram til kynningar
5.Notendaráð fatlaðs fólks í Norðurþings 2022-2026
202208006
Á 128. fundi fjölskylduráðs 27. september 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar lið 3 til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna verkefnið Römpum upp Ísland að heimasíðu sveitarfélagsins. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að láta gera úttekt á aðgengi í eignum sveitarfélagsins.
6.Erindi frá nemendum Borgarhólsskóla varðandi leiktæki á skólalóð
202110127
Á 129. fundi fjölskylduráðs 4. október 2022, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð þakkar nemendum 7. bekkjar Borgarhólsskóla fyrir erindið. Á þessu ári var unnið að endurnýjun sparkvalla við skólann og nú er að hefjast vinna við hönnun skólalóðarinnar. Þegar hönnun liggur fyrir er hægt að fara í frekari kaup á leiktækjum á skólalóðina.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að hugmyndir nemenda verði hafðar til hliðsjónar við hönnun skólalóðarinnar.
Fjölskylduráð óskar eftir því við skipulags- og framkvæmdaráð að hugmyndir nemenda verði hafðar til hliðsjónar við hönnun skólalóðarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar nemendum 7. bekkjar Borgarhólsskóla fyrir erindið og mun leitast við að hafa hugmyndir nemenda til hliðsjónar við hönnun skólalóðarinnar.
7.Húsnæði fyrir frístund barna
202111135
Fyrir fundinum er til kynningar minnisblað um stöðu á verkefninu um byggingar á nýju húsnæði fyrir frístund barna.
Lagt fram til kynningar.
8.Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022
202209088
Skógræktarfélag Íslands hefur sent frá sér ályktun til sveitarfélaga um skipulagsáætlanir og framkvæmdaleyfi til skógræktar.
Ályktunin var lögð fram til kynningar.
9.Ósk um leyfi til deiliskipulagsgerðar á landi Akursels
202205073
Samherji fiskeldi ehf hefur sent sveitarfélaginu skipulags- og matslýsingu fyrir deiliskipulag jarðarinnar Akursels í Öxarfirði.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að kynna skipulagslýsinguna.
10.Umsókn um stöðuleyfi fyrir skilti við PCC á Bakka
202209131
PCC BakkiSilicon hf óskar eftir leyfi til að setja skilti á fyrirliggjandi undirstöður við PCC á Bakka eins og nánar er sýnt á útlitsmynd.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu skiltisins.
11.Íslandsþari ehf.óskar eftir lóð að Hraunholti 19-21
202210019
Íslandsþari óskar eftir að fá lóðinni að Hraunholti 19-21 úthlutað til uppbyggingar lítils fjölbýlishúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Íslandsþara.
12.Íslandsþari ehf.óskar eftir lóð að Hraunholti 15-17
202210018
Íslandsþari óskar eftir að fá lóðinni að Hraunholti 15-17 úthlutað til uppbyggingar lítils fjölbýlishúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Íslandsþara.
13.Íslandsþari ehf.óskar eftir lóð að Hraunholti 23-25
202210020
Íslandsþari óskar eftir að fá lóðinni að Hraunholti 23-25 úthlutað til uppbyggingar lítils fjölbýlishúss.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðinni verði úthlutað til Íslandsþara.
14.Umhverfis- og samgöngunefnd Til umsagnar stefnur, lög og frumvörp 2022
202202078
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010 (uppbygging innviða), 144. mál.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.
15.Áætlanir vegna ársins 2023
202205060
Á 408. fundi byggðarráðs 6. október 2022, var eftirfarandi bókað: Byggðarráð samþykkir framlagða fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2023 og vísar þeim til umfjöllunar annars vegar í fjölskylduráði og hins vegar í skipulags og framkvæmdaráði.
Rammar voru kynntir. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa og skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að gera tillögu að fjárhagsáætlun m.v. uppsetta ramma.
Fundi slitið - kl. 16:20.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 3-15
Guðný María Waage kom á fundinn undir lið 1.
Smári J. Lúðvíksson frá SSNE kom á fundinn undir lið 2.
Stefán Gíslason frá Environice sat fundinn í fjarfundi undir lið 2.